Sjálfsagt að skera af þessum aulaframlögum.

Hvernig fórum við að sem nú erum að nálgast eftirlaunaaldurinn, að koma upp okkar börnum? Það gekk bara vel en nú treystir þetta sama fólk sér ekki til að fara út í barneignir, nema með stórkostlegum styrkjum frá ríkinu.  Samt er menntunarstig miklu hærra og laun í sama hlutfalli en samt sýnist mér einmitt fólk í hærri tekjuflokkum væli jafnvel enn meira en þeir tekjulægri.  Feðraorlofið ætti alveg að leggja niður við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu í dag.  Alveg óþarfi að borga þessum mönnum laun frá ríkinu og svo fer stór hluti þeirra bara í svarta vinnu.
mbl.is Fæðingarorlof skert á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæli með því að þú lesir þér aðeins til.

Signý Ósk (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 09:12

2 identicon

Vá hvað þú ert illa upplýstur maður.

linda (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Signý og Linda.

Endilega fræðið mig ef ég er svona illa upplýstur.

Þórir Kjartansson, 3.10.2010 kl. 12:00

4 identicon

hmmm... ég held að við verðum að átta okkur á að Ísland er í samkeppni við önnur lönd í heiminum. Af hverju ætti ungt (menntað) barnafólk að búa hér við þau lífskjör sem ríkisstjórnin er að skapa þeim ?

Ármann (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 15:31

5 Smámynd: Meinhornið

Þórir, þín kynslóð er búin að ræna sparnaði og lífeyri foreldra þinna og búin að hneppa börnin ykkar í ævilanga skuldafjötra, ykkur væri nær að halda kjafti.

Meinhornið, 3.10.2010 kl. 20:51

6 identicon

Með fullri virðingu þá er það þannig að tímarnir hafa breyst töluvert.

Síðan langar mig að minna á barnasáttmálann ... 

Barnasáttmálinn (sem eru fullgild lög sem vernda skulu réttindi barna) leggur áherslu á að ríkið skuli styðja foreldra til þess að börn geti alist upp við þroskavænleg uppeldisskilyrði og vegna þess að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins.

Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 22:27

7 identicon

Enda hægt að leysa atvinnuleysi á Íslandi með að senda konurnar aftur bakvið eldavélarnar!

Dóri (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 00:02

8 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég svara nú venjulega ekki nafnlausum aulum eins og þessu Meinhorni en sannleikurinn er nú bara sá að við ólum ykkur upp hjálparlaust frá ríkinu og nú eigum við enn að borga með ykkur og ykkar krökkum.  Ég er að vísu alveg sáttur við að lágtekjufólk fái þessar bætur en að fólk með milljón í mánaðartekjur skuli geta tekið við þessum greiðslum finnst mér til skammar.  Mín kynslóð var líka alin upp við það að skulda sem minnst og brenndum þar af leiðandi ekki peningum foreldra okkar eins og þú vilt halda fram. Svo eruð þið unga fólkið orðið svo hámenntað og fínt að þið nennið ekki að vinna nema einstaka starf en sitjið heldur heima á atvinnuleysisbótum. Ekki mikill metnaður það.

Þórir Kjartansson, 4.10.2010 kl. 10:53

9 identicon

Sæll Þórir.

Ég tel að það sé ekki spurning um að við getum ekki komið upp börnum án þeirra réttinda sem okkur hefur áskotnast með réttindabaráttu í gegnum tíðina. Heldur er þetta spurning um forgangsröðun.

Það að geta verið með barninu sínu ný fæddu án þess að þurfa hlaupa frá í vinnu er ótrúlega góð lífsreynsla og mér finnst líklegt að þú hafir farið á mis við hana, m.v. hvernig þú setur skoðanir þínar á þessu málefni fram. 

Miðað við hvernig þú setur dæmið upp þá getum við allt eins tekið þau gleraugu á hvaða önnur réttindi, t.d. orlof sem verkalýðsstéttin barðist fyrir á árum áður.

Þú nefnir líka fólk með milljón í mánaðartekjur, tel reyndar að það séu ekki margir, reyndar sláandi fáir eins og staðan er í dag á barneignaraldri með þær tekjur.

Bara varð að koma þessu að -

Góðar stundir.

Guðný Ösp Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 15:12

10 identicon

Þórir var e.t.v. að vitna í það getuleysi Íslendinga til að reka réttlátt tryggingakerfi, og án þess að því sé nauðgað af blygðunarlusum svínum þjófélagsins.

Maður gefst nánast upp!  Ár eftir ár eru þessir sjóðir rændir.  Viljinn er oft góður á alþingi en hugsunin er ekki djúp.

Jonsi (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband