Ber allt að sama brunni

Þetta er ein hliðin á þeim peningi sem er að gera ungu fólki í dag,  ómögulegt að eignast þak yfir höfuðið. Rennum yfir hvernig verðmyndunin er:  Reykjavíkurborg og mörg önnur sveitarfélög nota lóða og gatnagerðargjöld sem gróðaveg. Síauknar og heimskulegar kröfur í kring um byggingariðnaðinn stórhækka verðið. Byggingaverktakar og fjársterkir aðilar, sem sjá um framkvæmdina  bæta einhverjum X% ofan á útlagðan kostnað við byggingarnar til að fá "eðlilega arðsemi"  í sinn hlut.  Fasteignasalinn bætir svo sínum prósentum ofan á alla summuna.  Svo verður unga fólkið sem er að stofna heimili að taka verðtryggt lán fyrir nánast öllum pakkanum.  Er von á góðu?


mbl.is Hjón byggja 472 íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband