17.4.2010 | 17:03
Ábyrgðarlaust tal
Það er ótrúlegt þetta sífellda tal jarðvísindamanna um Kötlugos í framhaldi af núverandi gosi. Þó þetta hafi sannanlega gerst einu sinni er ekkert sem segir að það þurfi að gerast aftur. Erlendir fjölmiðlar eru margir farnir að fjalla um þetta sem heilagan sannleik og í framhaldi af þeim vandræðum sem þetta er að valda okkur og öðrum nú er þetta eingöngu til þess fallið að valda fólki ótta og mörgum tjóni. Hvað tilgangi þjóna svona spádómar? Katla kemur þegar hennar tími er kominn og þá verður bara að takast á við það. Ég held fjölmiðlafólk og álitsgjafar þeirra þurfi að passa á sér munninn. Þeirra ábyrgð er mikil.
Eldgosið í rénun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sannanlega gerst oftar en einu sinni. Í það minsta þrisvar á sögulegum tíma...
Svo segja heimildir og ekki ætti að rengja þær. Ég er svo ekki óttasleginn yfir þessu öllusaman enda ekki svo einfaldur.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 17.4.2010 kl. 17:59
hmmm ábyrgðarlaust tal... hjá hverjum?
Það hafa verið þrjú gos í Eyjafjallajöli á sögulegum tíma. Það fyrsta var reyndar fyrir meira en 1000 árum og heimildir um það er ekki mjög góðar en það er alveg ljóst að í kjölfar hinna tveggja fylgdu gos í Kötlu fljótlega á eftir. En reyndar ekki fyrr en árið eftir eða svo ef ég man rétt.
En yfirlýsingagleði hjá jarðvísundunum okkar... jú stundum
eir@si, 17.4.2010 kl. 18:04
Hafa ber í huga að tími hjá vísindamönnum er allt öðruvísi en hjá okkur hinum...
Í kjölfarið getur þítt hjá okkur "innan 2 ára" eða svo...
Ólafur Björn Ólafsson, 17.4.2010 kl. 18:18
"Hún segir að sérfræðingar fylgist því grannt með Kötlu en engar vísbendingar hafi enn borist um að þar sé gos í vændum"
Lastu fréttina yfirhöfuð sem þú ert að hrauna yfir?
Karma (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.