24.4.2010 | 10:59
Er forsetinn spegill þjóðarinnar?
Í mínum huga er hann fyrst og fremst alhyglissjúklingur og lýðskrumari eins og hann hefur verið alla tíð og allir vita sem þekkja hans pólitíska feril. Ekki veit ég til að hann hafi fengið hrós hjá svo ýkja mörgum fyrir þjónkun sína við útrásardólgana. Samkvæmt frétt frá Iceland Travel hefur sú ferðaskrifstofa fengið 20% afbókanir í apríl og maí og oftast er vitnað til eldgossins og orða forsetans. Ekki held ég að þjóðarbúið sé svo vel statt eftir hrunið að við höfum efni á að fæla frá okkur erlenda ferðamenn og gjaldeyrinn sem þeir færa okkur. En ef marka má það sem sumir bloggarar skrifa hér sýnist mér að partur þjóðarinnar sé enn á þeirri skoðun að við getum lifað hér á því að klippa hver annan, eins og oft var sagt hér áður fyrr um þá sem ekki skilja að við þurfum að afla tekna til að geta lifað í landinu.
Ögmundur kemur forsetanum til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er lag leggjum niður forsetaembættið þegar hans tími er liðinn. Með því getum við sparað umtalsvert.
Sigurður Haraldsson, 24.4.2010 kl. 11:14
Við getum allavega ekki lifað áfram á LYGINNI sem hér var stunduð árum saman fyrir hrun. Nú er nauðsynlegt að horfast í augu við sannleikann, og ekkert annaðð.
Sjálfstæðislygin keyrði hér allt í þrot.
Hamarinn, 24.4.2010 kl. 11:22
Já þú Þórir, spegill, spegill herm þú mér, er þjóðin spegill lands og náttúru ???? Mér fynnst þú vera frekar þunnur þrettándi, ef svo má segja, og þessi kúkur sem þú er að reyna að dreyfa frá þér er svo þunnur að hann tvístrast yfir sjálfan þig
Sannleikurinn er eina sögnin í rúbertu Ísalands og það væri ömurlegt ef Forseti Íslands væri spegill þeirrar þjóðar sem landið býr, þjóðar sem er heimsmeistari í lygi og þvælu því verður ekki klínt á Herra Forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson væni minn og sorglegt að menn hafi ekki einu sinni mynni til að muna eftir því stórvirki sem hann framkvæmdi fyrir nokkrum vikum síðan, er hann reddaði duglausri og huglausri þjóð frá ánauð
Sjóveikur, 24.4.2010 kl. 12:07
Sjóveikur það er ekki séð fyrir endann á því máli stjórnvöld virðast allavega ekki ná því sem hann og við erum að benda á.
Sigurður Haraldsson, 24.4.2010 kl. 12:10
Nei, víst er langt í land, enda er graftarkýlið inn að beini, en svo mikið víst að öll umfjöllun sem Forsetinn fær í erlendum fjölmiðlum er af hinu góða, maðurinn er vel talandi og fróður um það sem hann talar um, og væri nær að virkja alla þá snjöllu fræðimenn sem Ísland á og eru frábærir í framkomu og vekja virðingu hvenær sem þeir heirast vegna framsettningar þeirra á sínum fagmálum ! fólk er forvitið um Ísland, ekki fjármál, það er nefnilega sami viðbjóðurinn í gangi hér í EU í fjármálum
Sjóveikur, 24.4.2010 kl. 12:43
Það er ótrúlega vitlaust þegar menn eru að bera saman meðvirknina og trúgirnina í aðdraganda efnahagshrunsins og það að segja sannleikann um eldgos á Íslandi, sem enginn getur þó sagt til um af nokkru öryggi. Það var auðséð á því sem forsetinn sagði að hann hefur sáralitla þekkingu á sögu Kötlu. Síðan 1625 þegar fyrstu áreiðanlegu heimildir um Kötlu eru skráðar hefur aðeins einu sinni orðið banaslys af hennar völdum. Í gosinu 1755 varð bóndinn í Svínadal í Skaftártungu fyrir eldingu ásamt vinnukonu sinni. Það eru líklega meiri líkur á að einhver túristi yrði étinn af ísbirni en að hann færist í Kötlugosi. Forsetinn þyrfti endilega að benda á það í næst viðtali að ég tali nú ekki um hættuna af því að detta í goshver, farast í sjónum við Suðurströndina eða bara verða fyrir bíl. Allan sannleikann upp á borðið segja menn. Og hr. sjóveikur, ef þú kallar það stórvirki að setja Icesave í þjóðaratkvæði, langar mig að heyra hvað við erum bættari á eftir. Hefur það breytt einhverju? Engu að mínum dómi. Við sitjum eftir sem áður í súpunni.
Þórir Kjartansson, 24.4.2010 kl. 12:54
Hvers konar bull er í þér?
Það má kanski benda þér á að núna er árið 2010, ekki 1755, og menn hafa allt önnur tæki til að vera þvælast um landið, og enn meiri tíma.
Hvað var svona vitlaust sem forsetinn sagði?
Hamarinn, 24.4.2010 kl. 14:40
Það sem forsetin gerði var að koma á móts við lýðræðið sem fjórflokkurinn gleymdi í flokksræðinu og einkavinavæðingunni.
Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.