Ekki rétt að þetta sé bara bundið við Eyjarnar.

Lundinn í Dyrhólaey og Reynisfjalli er alveg í sömu vandræðunum.  Og þetta vandamál nær lengra aftur en menn grunar. Líklega má segja að fækkun á lundanum í Mýrdalnum hafi haldist í hendur við hinar gríðarlegu loðnuveiðar, sem nánast hafa nú útrýmt þeim stofni sem gengur suður fyrir landið. Þegar loðnan hverfur, leitar fiskurinn í nærtækasta fæðið, sem er sandsílið og étur það upp til agna. Þessu eru ótal margir fyrrverandi sjómenn sammála og benda einnig á afleit áhrif sem snurvoðin hefur á botninn og þar með sandsílið.  Sama sagan er með kríuna í Vík, henni fækkar stöðugt  og hjá henni er sandsílaskorturinn mjög áberandi  þegar  krían sést sárasjaldan með síli.

 


mbl.is Lundastofn að hrynja í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Færeyjum er líka mikil fækkun í lundastofninum. Kannski eru þetta afleiðingar hitnandi veðurfars?

Bergur (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það étur hver annan í hafinu s.s. er sandsílið étið af ýsu, síld, þorski og makríl.  Viltu meina að lundinn þurfi að gera sér sandsílið að góðu þegar loðna er ekki til staðar?

Sigurjón Þórðarson, 13.7.2010 kl. 23:34

3 identicon

Það er ódýr lausn að kenna dragnótinni um hrun lundastofnsins. Sjaldan hefur verið jafn lítið veitt með dragnót við suðurströnd landsins og þetta árið.

Jafnvel er hægt að segja að dragnótin hafi góð áhrif á þennan þátt þar sem hún veiðir fiskin sem ofar er í fæðukeðjunni en sandsílið.

Eyðileggingarmáttur dragnótarinar er líka stórlega aukinn, það hafa farið fram rannsóknir og verið teknar myndir af henni í Faxaflóanum. Ekkert í þessum rannsóknum styður þessar tröllasögur trillukarlanna um gjöreyðingu botnsins. Breytingar á botnlagi á svo grunnu vatni eins og á Víkinni og við Péturseynna eru meirri af völdum hvasra sunnanátta heldur en af völdum dragnótarinnar. 

Einar (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband