Notum tækifærið

Nú ætti að gjörbreyta þessu vitlausa sjóðasöfnunarkerfi okkar og taka upp gegnumstreymiskerfi.  Þ.e. það sem er tekið af launum manna sem eru í vinnu núna renni beint til þeirra sem eru farnir að taka lifeyri. Þetta gæti farið í gegn um sérstaka deild hjá Tryggingastofnun og þar með yrði komið á eitt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn í staðinn fyrir þá mismunun sem átt hefur sér stað með núverandi kerfi.   Nota það sem eftir stendur af gömlu sjóðunum til að greiða upp hrunskuldirnar. Það er marg búið að sanna sig að þetta söfnunarkerfi er meingallað og hefur í för með sér allskonar sukk og hrossakaup. Þetta kerfi er stutt bæði af atvinnu og verkalýðsrekendum vegna þess að við þessa kjötkatla sitja menn frá báðum aðilum og kaupa sér völd og áhrif í skjóli milljarðanna sem þarna er um að tefla.  Svona kerfi er líka margfalt ódýrara en alli þessir sjóðir sem hafa sína eigin stjórn og forstjóra á 2007 launum.  Það eru óteljandi dæmi um fólk sem er komið á aldur og fer að athuga með sinn lífeyri og kemst að því að þeirra réttindi mælast bara í einhverjum fimmþúsundköllum.  Samt getur verið að þetta fólk hafi  lagt alveg jafn mikið til þjóðarbúsins á sinni starfsæfi  og þeir sem eru svo heppnir að hafa lent í starfsgrein sem á ,,góðan lífeyrissjóð"
mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband