Verðmætasta fólkið?????

Hver er fær um að dæma hverjir eru verðmætari en aðrir fyrir þjóðfélagið?  Þetta ,,verðmæta" fólk ætlar þá líklega að eftirláta þeim sem eru ekki eins verðmætir að reisa þjóðfélagið úr rústum. Þegar það er búið kemur það sjálfsagt heim og krefst þess að fá laun í samræmi við sínar háskólagráður.  Því hefur heldur aldrei verið svarað hvort að verðmætasköpunin í mörgum hálaunastörfum stendur í raun undir þeim launum sem þar eru greitt. Það skyldi þó aldrei vera að láglaunafólkið í framleiðslugreinunum sé að niðurgreiða þau.  Skemmst er að minnast bankasnillinganna sem voru á hæstu launum íslandssögunnar en settu samt þjóðina á hausinn.  Þeir eru nú flestir flúnir land og ekki heyrist mér að margir sjái eftir þeim.
mbl.is Verðmætasta fólkið að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hann eigi nú bara ekki við það fólk sem er hvað líklegast til að geta borgað einhverja skatta svo skútan okkar haldist á floti?

JS (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 22:17

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Nixon þoldi ekki menntafólk. Með sínar háskólagráður os spurningar.

Ertu nokkuð skyldur Nixon ?

Árni Þór Björnsson, 27.11.2010 kl. 23:04

3 Smámynd: predikari

Það var ríkið sem setti ríkið á hausinn, bankastjórarnir settu bankana á hausinn.

predikari, 27.11.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þeir sem sinna sínum störfum af kostgæfni hljóta að vera verðmætir starfskraftar, sama hvaða stöðu þeir gegna.

Sorphirðumenn eru mjög verðmætir svo dæmi sé tekið. Ef þeirra nýtur ekki við, þá erum við ansi fljót að finna fyrir því.

Það er rétt sem þú bendir á, ég efast um að fyrrum bankastjórar hafi unnið fyrir þeim launum sem þeir höfðu.

Jón Ríkharðsson, 9.12.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband