Vonin sem dó.

Í lok kvöldfréttatíma sjónvarps allra landsmann hrökk ég við þegar Páll Magnússon gaf veðurfréttamanninum orðið.  Löngu kulnaður vonarneisti kviknaði aftur: Gat verið að loksins yrði meirihluti landsmanna virtur og veðurfréttir sagðar á undan boltafréttunum.  En sú vonarglæta slokknaði óðara, veðurfréttamaður fékk að segja örfá orð um helstu horfur og svo var boltinn að sjálfsögðu gefin yfir á íþróttaálfinn sem enn og aftur fór að  telja upp hvernig körfuboltaliðið frá Kálfshamarsvík hafði valtað yfir strákana frá Krummavík.  Síðan kom auðvitað þatta staðlaða viðtal við þjálfarana sem flaumósa lýstu því hvað liðið þeirra hafði sýnt frábæran karakter í þessum leik. Kannski  finnst meirihluta þjóðarinnar lífsnauðsynlegt að fá vænan skammt af íslenskum boltafréttum hengdan við hvern einasta fréttatíma í öllum ljósvakamiðlum.  En ég á bágt með að trúa að stór hluti þjóðarinnar hafi áhuga á að vita hvað einhverjir negrastrákar í henni Ameríku hirða mörg fráköst og gefa margar stoðsendingar í hinum eða þessum leiknum.  En í  þessu fræðsluhlutverki stendur ríkisfjölmiðillinn sig afburða vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband