8.4.2011 | 10:07
Eru við nafli alheimsins?
Ósköp væri það auðvitað notalegt ef við gætum sýnt auðvaldinu í tvo heimana. En er þessi hugsun ekki svolítið í sama dúr og þegar stór hluti íslensku þjóðarinnar trúði því að við værum að sigra heiminn og Ísland og útrásar,,snillingarnir" væru búnir að finna upp hjólið. ,, Miklir menn erum við Hrólfur minn" var einu sinni sagt.
Augu umheimsins á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Já, í dag erum við naflaslit alheimsins og almenningur í Evrópu er kominn með ESB oní kok og vonar að við stöndum á rétti okkar og segjum aftur Nei!!! That's a fact!!!
anna (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:50
Það er merkilegt rannsóknarefni hvernig hluti þjóðarinnar er ýmist tilbúinn að bölva útlendingum í sand og ösku og liggja svo flatir um leið og útlendingarnir kitla hégómagirndina og ýta undir óraunsæið. Trúlega er þetta blanda af minnimáttarkennd og skammsýni. Segjum já!
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2011 kl. 11:04
Það segir enginn hugsandi maður já með þetta að leiðarljósi
1. Við fáum ekki að vita hvert Icesave peningarnir fóru (það er vitað)
2. Bretar tóku skatt af Icesave í Bretlandi.
3. Þetta er óútfylltur tjekki (sama hvernig á það er litið)
4. Dómsál eru í gangi bæði heima og erlendis til að reyna að hnekkja neyðarlögunum.
(sem gæti haft gríðarlega áhrif á skuldastöðu Íslands. Segi fólk já þá gætum við endað
á því að missa innistæður okkar en Bretar og Hollendingar fá sýnar greiddar ! Ekki mikið
réttlæti þar.
5. Almenningu í Bretlandi og Hollandi er búinn að fá meira en lágmarkið borgað. Þökk sé þeirri
leið sem Ísland valdi. (Hefðu fengið mun minna ef bankarnir hefðu verið settir í gjaldþrot.
6. Bretar eru sjálfir ábyrgir fyrir tvöföldu hagkerfi heimsins. Þeir bera t.d ábyrgð á Tortola eyjum sem Íslendingar þekkja. Þar fóru Icesave peningar um fyrir hrun. Þannig að siðferði þeirra og leyndarhyggja er ömurlegt.
7. Það er skýrt tekið fram í Evrópulöggjöf að skuldir einkabanka meigi ekki setja á ríki.
8. Bretar settu á okkur hryðjuverkalög. Þar af bera þeir gríðarlega ábyrgð á falli bankana og skuldum okkar borgara.
8. Sömuleiðis fyrst þeir hikuðu ekki við að setja á okkur þennann hryðjuverkastimpil á myndu þeir ekki hika við að fara í dómsmál (Þeir hafa aldrei minnst einu orði á dómstólaleið)
9. Jafnvel þó að dómstólaleið yrði farinn þá ættu Íslendingar gríðarlega sterk rök.
10. Þó dómstólaleið myndi tapast og (og skaðabótaréttur skapast sem er ólíklegt) þá borgum við í Íslenskum krónum á skuld. ( ÍSLENDINGAR ÆTTU AÐ VERA KOMNIR MEÐ NÓG AF GENGISLÁNUM OG ÁHÆTTUNNI AF ÞEIM)
11.Bretar og Hollendingar voru í Icesave 1 og 2 á eftir Þjóðarauðlndum Íslendinga. Sem er merki um hvað þeir stefna á hér í framtíðinni. Ekki hefur fengið fullskýrt að það gangi ekki eftir ef við ráðum ekki við skuldbindingar okkar
12. Það er ekki hægt að kjósa Icesve í burtu með já. Það er míta.
13. Þrotabú Langsbankans er ekki metið á sölugengi (sem er ekki það sama og raungengi á markaði. (það þarf jú að selja þetta til að reikningurinn standist)
15. Almennir kröfuhafar fara í mál við Íslendinga alvega sama hvort sagt NEI eða já. Enda þeir einu sem töpuðu á þessu. (ég reyndar vorkenni ekki stórum hluta af þeim enda vogunarsjóðir og áhættufjárfestar að stórum hluta)
14. NEI ER Í LJÓSI ALLRA ÞESSARA ATRIÐA OG MARGRA ANNARA SIÐFERÐISLEGA RÉTTARA SVAR.
Þeir sem vilja "gambla" með óútfyltan tjekka í erlendum gjaldreyri eru annaðhvort ekki búnir að kynna sér málið eða með brenglaða siðferðislega sýn á málið.
Stokhólmsheilkennið er alsráðandi á Íslandi núna.
Ég segi NEI
Már (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.