Óþolandi skrípaleikur

Meginþorri atvinnurekenda og allir launþegar fylgjast agndofa með þessum pólitíska loddaraleik SA og LÍÚ án þess að fá rönd við reist.  Það er gersamlega óþolandi að láta örfáum mönnum haldast það uppi að hleypa hér öllu í bál og brand á vinnumarkaðinum.  Það er ekki það sem þjóðfélagið þarf á að halda í dag. Þetta lið kann greinilega ekki að skammast sín.
mbl.is Undirbúa verkfallsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ör fáum mönnum segir þú, er sjávarútvegurinn ekki aðeins stærri en það...

Annað hvort er að semja við alla eða engan segi ég. Það á ekki að líðast annað.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.4.2011 kl. 23:26

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ingibjörg, með kvótakerfinu er búið að koma sjávarútveginum í hendur örfárra manna.  Svipað er upp á teninginn hjá SA,  þar ráða örfá stórfyrirtæki ferðinni ásamt LÍÚ.  Það er fráleitt að halda að allir í sjávarútvegi og almennum atvinnurekstri á landinu séu ánægðir með þennan skrípaleik.

Þórir Kjartansson, 27.4.2011 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband