9.7.2011 | 12:47
Von að svona færi.
Það var flestum staðkunnugum ljóst að þessi brú hlyti að fara og þó minna hlaup kæmi en þetta. Hönnunin á þessu mannvirki var alveg með ólíkindum. Það var svo lágt undir hana að jafnvel þegar venjulegt sumarvatn var sleikti það næstum burðarbitana undir henni. Hefði hún verið byggð í líkingu við brýrnar á Skeiðarársandi hefði hún staðið þetta af sér með ágætum. Einungis vegurinn hefði farið og það er fljótlegt að bæta.
Tekur vikur að byggja nýja brú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Þórir; jafnan !
Það á ekki; af ykkur Skaftfellingum að ganga, í náttúrunnar hamförum.
Öllu lakari; er vanþekking Reykvízkra ''gáfumenna'', í verkfræðinga stétt Vegagerðarinnar - eins og þú lýsir hönnun brúarinnar réttilega; hér, að ofan.
Og vart; bætir úr skák, að hafa ljósastaurs ígildi (Ögmund Jónasson), sem yfirmann vegamála landsins, svo sem dæmin sanna, allvíða.
Hefi trú á; að með harðfylgi ykkar heimamanna sjálfra, takist að koma á þeirri brúarskipan, sem duga mætti, til nokkurrar frambúðar, mér hefir ætíð þókt hún klén, hin nýfallna, með tilliti til venjulegs rennslis, gamla brúin, þá ég hefi átt leið um hana, svo sem.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.