Blessuð hagræðingin

Er ég einn um það að finnast alltaf verra og verra að skipta við þessu stóru og nýríku fyrirtæki sem alltaf eru að berja sér á brjóst fyrir aukinn hagnað og hagræðingu. Tökum t.d. símaþjónustu þessara fyrirtækja.  Hringt er  inn og þá kemur símsvari sem þylur upp ótal möguleika um sjálvirkt val í allskonar deildir og ef ekkert er valið svarar þó  einhver lifandi vera á skiptiborðinu eftir dúk og disk. Þá heldur maður að allur vandi sé leystur en það er nú eitthvað annað. Í risafyrirtækjunum veit þessi mannvera yfirleitt ekki hvað heyrir undir hvern, hvað þá að þekkja nöfn vinnufélaga sinna.  Svo er reynt að gefa eitthvað í blindni og  á einhvern sem hugsanlega veit eitthvað um málið. Venjulega veit sú persóna ekkert meira og prófar að gefa á næsta mann --- en þá slitnar. Þú þarft að byrja upp á nýtt.  Það er sennilega einn liður í ,,hagræðingunni" að láta hundruð manna og kvenna, sitja út um allan bæ og bíða í símanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband