Náttúruböðlar á Vestfjörðum????

Það var ótrúlegt að fylgjast með Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld, þar sem deilunum um vegalagningu um Teigsskóg voru gerð góð skil.  Eins og vænta mátti kom þar fram að tveir einstaklingar sem auðvitað eru búsettir á Reykjavíkursvæðinu og eiga smá skika af þessu svæði eru að  dæma fólkið sem þarna býr til þess að aka stórhættulega fjallvegi í stað láglendisvegar. Í orði kveðnu í nafni náttúruverndar en í raun í eigin hagsmunaskyni.  Skyldu þessir menn ekki finna til neinnar sektarkenndar fyrir það að halda þessu sjálfsagða hagsmunamáli íbúanna þarna í gíslingu.  Og hvenær ætla  hin ýmsu náttúruverndarsamtök að fara að sjá í gegn um svona menn og hætta að láta þá misnota sig? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband