8.2.2012 | 08:58
Mesta umhverfisslysið
Eitt mesta umhverfisslys íslandssögunnar var unnið þegar háspennulína var lögð austur og suður um Fjallabaksleið nyrðri. Þá reyndu Eyfellingar og Skaftfellingar að hafa áhrif á stjórn RARIK og koma því til leiðar að fá þessa línu lagða í byggð. Á það var auðvitað ekki hlustað og nú búum við á þessu svæði við ónýtar línur, að stofni til frá árunum í kringum 1960 og eitthvert mesta óöryggi í rafmagnsmálum sem þekkist á landinu.
Deilt um línur í lofti og á láði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Háspennulínan um Fjallabak er væntanlega Byggðarlínan svokallaða og var reist uppúr 1983. Sú lína er 132kV og Landsvirkjun byggði. RARIK byggði línurnar um 1960 og eru þær 11kV. Byggðarlínan hefði ekki nýst ykkur nema sem úrtak í spennistöð í Vík. Hinar (1960) línurnar hefðu verið áfram í notkun.
Farið var stysta mögulega leiðin með Byggðarlínu hringinn umhverfis landið
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.2.2012 kl. 11:09
er hægt að gera við bilanir upp'a öræfum um miðjan vetur ? Bara sísvona hugsa - um stórhríð og rafmagnsleysi ???
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.2.2012 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.