Lítið af loðnu í hafinu.

Fyrir tíma loðnuveiða var það nánast árvisst að loðnu rak á land um allar fjörur í Vestur -Skaftafelssýslu og sjálfsagt víðar á Suðurlandi. Þetta var mismikið eftir árum en stundum var þetta óhemju mikið magn. Man ég eftir að sjá þykkann skára af loðnu í flóðfarinu svo langt sem augað eygði á Kötlutanganum.  Loðnan sem rak hér var ekki hrygnd og rak hana á land sprelllifandi, sem sýnir best hvað magnið hefur verið gífurlegt.  Nú er öldin önnur og þó loðnuflotinn sé við veiðar hérna  uppi í landsteinum   rekur aldrei orðið eitt einasta síli.


mbl.is Loðnuvertíðin byrjar af krafti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband