27.9.2012 | 21:08
Loksins
Frábært framtak hjá þeim Skagamönnum. Verðtryggingin hefur verið versti óvinur íslenskra heimila og fyrirtækja síðan hún var sett á. Þetta er eins og seigdrepandi sjúkdómur sem er bærilegur í byrjun en herðir svo tökin þangað til að hann gerir út af við fórnarlambið. Svikamylla sem sjálfvirkt viðheldur hækkunum og þar með verðbólgu og vísitölum. Ef lánveitandinn segði strax hvað hann teldi sig þurfa í vexti gæti lántakinn metið það hvort hann gæti staðið undir greiðslunum. Í mörgum tilfellum sæi fólk að það væri óviðráðanlegt dæmi, hætti við lántökuna og framkvæmdina eða kaupin sem lánið væri ætlað í. Þetta myndi minnka eftirspurn eftir lánsfé og draga úr þenslu og þegar fram í sækti lækka vexti.
Ætlar í mál vegna verðtryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/1456-logsokn-verdtrygging
Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2012 kl. 23:29
Reyndar sýnir áratuga reynsla fyrir verðtryggingu að eftirspurnin væri mikil en framboðið lítið. Þá fékk enginn lán nema þekkja mann sem þekkti mann. Enda var lán eins og happadrættisvinningur. 20 ára lán var orðið að smáaurum eftir örfá ár, sparnaður landsmanna verðlaus og húsnæðislánasjóður á framfærslu ríkisins. Það er nefnilega verið að lána skattfé, sparnað og ellilífeyri okkar og afnám verðtryggingar kemur beint niður á lífskjörum okkar nú og í ellinni.
Það er verið að lána ævisparnað þinn. Við erum lánveitandinn og við segjum strax í upphafi að við viljum sömu verðmæti til baka og vexti sama hver sem þróunin er. Við ætlum ekki að taka neina áhættu og þér er frjálst að leita til ættingja og vina ef þú vilt lán sem getur kostað lánveitandan stórar upphæðir. Hægt er að fá útreikninga á hver greiðslubyrgðin verður ef ekkert breytist en við tökum ekki neina ábyrgð á að það standist verði einhverjar breytingar.
Margir eiga í erfiðleikum með verðtrygginguna. Rétt eins og margir áttu hér áður fyrr erfitt með að skilja að það var ekki hægt að skrifa ávísanir þó það væru fullt af blöðum í heftinu. Ég veit ekki um neinn sem ekki byrjaði á því að reyna að fá t.d. foreldra til að leggja góða summu inná bókina sína svo hægt væri að sýna betri eignastöðu til að fá hærra greiðslumat og hærra lán en rétt greiðslumat hefði gefið. Síðan þegar verðbólga fer úr böndunum, eins og hún gerir hér reglulega, lendir fólk í vandræðum. Og þá eru allir skyndilega orðnir fæðingarhálfvitar sem höfðu ekkert vit á því hvað þeir voru að gera og þess vegna eiga þeir ekki að bera neina ábyrgð eða hafa neinn skaða af. Ástandinu þannig lýst að með réttu ætti meira en helmingur þjóðarinnar ekki að hafa fjárráð og vera vistað í vernduðu umhverfi.
sigkja (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 10:09
Sigkja. Þú segir þá fengi enginn lán nema þekkja mann, þú lifir í fortíðinni.
Já, þá myndu nú margir fjármagnseigendur sofa með aurana sína undir koddanum og ekki fengju þeir nú mikla ávöxtun þannig. Hvað finnst þér um það að full verðtrygging skuli vera á neytendalánum vegna húsnæðiskaupa plús 5% ofan á það. Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar vega helling inn í þessar fáránlegu hækkarnir. T.d. brennivínið, tóbakið og bensínið sem vinstri stjórnin yndislega hefur hækkað helling. Bara það gerir lánið mitt miklu hærra en það ætti að vera. Engin þjóð hefur þetta svona. ENGIN. Og svo nenni ég ekki lengur að hlusta á það frá Gylfa og Guðmundi, "vinum verkalýðsins", að amma fái ekki brauð nema að maður borgi sígarettu- og brennivínshækkanir ofan á lánin sín.
Margret S (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 20:05
Margret, fortíðin er til þess að læra af henni. Það að halda að geri maður það sama aftur þá verði niðurstaðan önnur en áður er ekki gáfulegt. Fjármagn leitar í öryggi, séu lánveitingar ekki öruggar þá fer fjármagnið annað. Ef koddinn er öruggari en að lána þér þá fer peningurinn undir koddann. Ef þú ert ekki tilbúin til að greiða sömu verðmæti til baka og þú fékkst lánuð þá verða ekki margir sem vilja lána þér. Þegar þú tókst lánið þá vissir þú að þér var ætlað að skila sömu verðmætum til baka, sama hver launaþróun þín væri. Ef þú hefðir lánað mér fullan bensíntank fyrir nokkrum árum værir þú sátt við að fá endurgreitt í dag eins og líterinn væri ennþá á 105 kr?
sigkja (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 21:06
Alls staðar í heiminum, öllum Evrópuríkjum og í Bandaríkjunum hefur bensín stórhækkað í verði á síðustu árum. Einnig tóbak vegna forvarna ofl. Hrávörur hafa víðast hvað hækkað mikið á undanförnum árum. Hluti fjölskyldu minnar býr í Svíþjóð þar hafa orðið talsverðar hækkanir á þessum vörum sem ég nefndi. Einnig er fiskur orðinn rándýr þar. En enginn ellilífeyrisþegi heimtar hækkun á lífeyri út af þessu í Svíþjóð. Húsnæðislán bera þar ÓVERÐTRYGGÐA 2,5% vexti. Og hafa gert í mörg ár, sveiflast frá 2-3,5%. Verðtrygging er ólögleg þar. Það hef ég frá bankamönnum þar í landi. Við erum föst í 1983 hugsunarhætti á Íslandi og verðtrygging veldur verðbólgu, það vita hagfræðingar. En við viljum náttúrlega ekki breyta neinu. Það er litið á húsnæðislán sem góðan og hagkvæman kost fyrir fjölskyldur og þess vegna er ekki boðið upp á afleiðusamninga í þeim efnum neins staðar annars staðar en hér.
Margret S (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.