12.2.2013 | 21:29
Grunaði ekki Gvend
Þorrinn er sá tími ársins, þegar fjölmiðlar taka til við sína árlegu iðju, að draga einhverja næringarfræðinga í viðtöl sem ganga út á það að vara fólk við sprengidagssaltketinu og ,,skemmda" þorramatnum. Í sveitinni þar sem ég ólst upp fyrir margt löngu var borðaður saltaður og reyktur matur nánast upp á hvern einasta dag í bland með súrmat mjólkurmat og flatkökum. Ef þessi matur væri svona svakalega óhollur hefði hvorki ég eða önnur börn í sveitum landsins náð tíu ára aldri, hvað þá meira. Furðulegt að fólki heilsaðist bara ágætlega af þessu fæði. Og það var eiginlega ekki fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar sem menn í minni sveit fóru að þekkja orð eins og hjarta og æðasjúkdómar, hvað þá að nokkrum dytti til hugar að deyja úr svoleiðis kvillum. Held bara að þessi árlega árátta fjölmiðlanna geti jafnvel flokkast undir atvinnuróg í garð matvælaframleiðenda á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
EIN VERSLUN Í hÖFUÐBORG j. GnARR - ÖRUGGLEGA Í GRAFARVOGI AUGLYSTI SALT SEM GÓÐA BÓT Á OF HÁUM BLÓÐÞRYSTINGI- OG- SVONA ALMENNT MJ´ÖG HOLLT !
Það sem eg vildi sagt hafa- enginn lifir lengur en þeir sem borðuðu það sem nú er talið til heilsufarsvanda-saltkjöt og annan sveitamat !
kv. serílagi gamlir MYRDÆLINGAR SEM ERU UM 100 ÁRA OG LIFA ÞAÐ AÐ FARA AF ELLIHEIMILINU OG AFTUR AÐ BÚA EINS OG GAMALL NÁGRANNI ÓLAFUR Á GILJUM !
Erla Magna Alexandersdóttir, 13.2.2013 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.