21.2.2007 | 21:05
Saltkjöt og baunir
Mikið lifandis ósköp var skemmtilegt að heyra tilsvör gamla fólksins í Kastljósinu í gær þegar það var að borða saltkjötið og baunasúpuna. Fréttakonan spurði full vandlætingar hvort viðkomandi hefði ekki áhyggjur af því að borða svona óhollan mat en var bent á að þetta væri sko hollur matur, sem alltaf hefði verið borðaður á Íslandi og honum mætti það þakka sinn háa aldur og góða heilsu. Það er ótrúlegt að á hverjum einasta þorra og síðan á sprengirnum skulu fréttamenn og næringarfræðingar leggjast á eitt í því að rakka niður bráðhollan íslenskan mat. Í minni sveit, þar sem ég ólst upp um og uppúr síðust öld var borðaður saltaður, súr og reyktur matur á hverjum einasta degi. Það saltkjöt var vel saltað og með miklum saltpétri að auki. Eins var hangiketið, mikið saltað og kófreykt. Enda aldrei fryst, hékk bara í reykkofanum fram á sumar og skemmdist ekki. Ef þetta væri eins óhollt og blessaðir manneldisfræðingarnir segja, hefði ég og þúsundir annarra, sem ólust upp á þessum tíma ekki getað náð tíu ára aldri, hvað þá meira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hollt eða ekki - það er ástæða fyrir því að þjóðlegur, íslenskur matur (svið) var notaður í Fear Factor hérna um árið *glooootttt*
Dóttlan
Sólborg (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.