Ekki tilviljun

Það er ekki tilviljun að nú, þegar að flestir sem láta sig þessi mál varða og skynsamlegasti kosturinn sem er náttúrupassi fyrir allt landið er að verða ofan á í umræðunni, koma daglegar fréttir af lokunum og gjaldtökuhliðum.  Kannski er ekkert hægt að segja við því þó einhver sem á í einkaeigu einhverja náttúruperlu girði hana af eða selji þar aðgang. En hræddur er ég um að eitthvað annað blundi á bak við en svona mikil umhyggja fyrir náttúrunni. Ekki ólíklegt að menn sjái fyrir sér í þessu þægilega tekjulind til framtíðar litið.
mbl.is Hefja gjaldtöku við Kerið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Help us protect the nature and line our pockets".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 12:04

2 identicon

Lög um náttúruvernd

III. kafli. Almannaréttur, umgengni og útivist.
12. gr. Réttindi og skyldur almennings.
Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi.
Öllum er skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð þannig að henni verði ekki spillt.
13. gr. För um landið og umgengni.
Á ferð sinni um landið skulu menn sýna landeiganda og öðrum rétthöfum lands fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, og fylgja leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og umgengni um landið.
Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum eftir því sem auðið er, hlífa girðingum, fara um hlið eða göngustiga þegar þess er kostur og ef farið er um lokuð hlið skal loka þeim eftir að gengið hefur verið um þau. Sérstök aðgát skal höfð í nánd við búsmala, selalátur, varplönd fugla, veiðisvæði og veiðistaði.
För manna um landið er ekki á ábyrgð eiganda lands eða rétthafa að öðru leyti en því sem leiðir af ákvæðum annarra laga og almennum skaðabótareglum.
14. gr. Umferð gangandi manna.
Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.
För um ræktað land, sbr. [8. tölul. 3. gr.],1) og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.

SonK (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 12:49

3 identicon

SonK þú gleymdir einum liðnum í þessum lögum:

22. gr.Skipulagðar hópferðir.

     Þegar skipulagðar eru hópferðir í atvinnuskyni um eignarlönd skal hafa samráð við eiganda lands eða rétthafa um umferð manna og dvöl á landi hans. Eftir því sem við verður komið skal tjalda á skipulögðum tjaldsvæðum sé gert ráð fyrir að gista í tjöldum í ferðinni.

Þetta er þverbrotið trekk í trekk og alveg magnað að ferðaþjónustan tími ekki svona smápeningum af öllum gróðanum, en landeigandinn á að standa straum af kostnaðinum við umferðina sem að ferðaþjónustufyrirtækin eru að senda inn á land hans. Það er lögbrot að selja ferðir inn á einkalönd án samráðs við landeiganda og fara svo að grenja yfir því að hann vilji að ferðaþjónustan sem að þessu standi, taki þátt í kostnaði á viðhaldi landsins, hreinsa upp rusl(sem að nóg er af eftir ferðamenn), setja upp útsýnispalla og leggja göngustíga (sem að téð ferðaþjónusta heimtaði). Ég er ekki eigandi Kersins né nokkuð tengdur þeim. Ég er bara búinn að fá nóg af frekjunni og yfirganginum í ferðaþjónustunni sem að greiðir enga skatta og ætlast til þess að allt sé gert fyrir þá án þess að leggja nokkuð á móti.

þorkell (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband