Hvenær byrjuðu þessar mælingar?

Hvaða ár ætli þessar mælingar hafi byrjað.  Nú er vitað að á fyrsta dægri Kötlugossins 1918 færðist ströndin þarna fram um a.m.k. 2 km., varlega áætlað. En líklega hefur brimið broti þennan tanga tiltölulega hratt fyrstu árin. En það er fróðlegt að vita að Kötlutanginn hafi enn vinninginn á Dyrhólaey. Að þessu er maður oft spurður.


mbl.is Kötlutangi minnkar um 100 metra á áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það? Ertu oft spurður að því?

Gummi (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 08:28

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hefur þú ekkert við reiknikunnáttu fréttamannsins að athuga? Hvort hefur hann styst um sex kílómetra eða sex hundruð metra? Hvað er meðaltalið? Tíu eða hundrarð metra á ári? Þú hlýtur að vera spurður að þessu oft á ári. ;D

Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2013 kl. 08:57

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Morgunblaðið hafði samband við mig í gær út af Facebook færslu þar sem ég gerði grein fyrir GPS-mælingum mínum á stöndinni við Kötlutanga, nánar til tekið suður af Hjörleifshöfða en það er aðeins vestan við syðsta tangann. Þar hefur eyðzt af ströndinni um 100 m á áratug samkvæmt þessum mælingum og líka þegar borið er saman við eldri kort. Þetta varð að 100 m á ári í fyrirsögn og hér á mbl.is, en nú er búið að leiðrétta það hér eftir að ég hafði samband við Helga Bjarnason sem skrifaði fréttina.

 Facebook-færslan er hér:

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10201025246656249&set=a.1075938261580.2012716.1319914218&type=1

Skúli Víkingsson, 24.10.2013 kl. 09:56

4 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þórir. Þessar mælingar eru svo sem ekki merkilegar. Ég hef nokkrum sinnum farið niður á Kötlutanga á síðustu áratugum og þrisvar með GPS tæki fyrst 2004, síðan 2008 og svo núna 2013. Helgi Bjarnason spurði mig um það hvort Kötlutangi væri ekki lengur syðstur. Ég gaf lítið upp um það þar sem ég hef ekkert gáð að því nýlega og mælingin núna nær ekki nógu langt í austur til þess að á henni sjáist hver hnattstaða tangans er. En miðað við mælinguna 2004 voru meira en 500 m eftir í það að Hjörleifshöfði öðlist sinn fyrri sess. Ætli við lifum það nokkuð ? (!)

Skúli Víkingsson, 24.10.2013 kl. 11:59

5 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Fyrir utan þessa villu með 100 metrana þá heitir Mýrdalsjökull á korti sem fylgir fréttinni í blaðinu Hofsjökull. Þannig að eitthvað hafa blaðamanninum verið mislagðar hendur við vinnslu fréttarinnar.

Gísli Sigurðsson, 24.10.2013 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband