Ekki trúleg kenning.

Gaman væri að heyra álit lundaveiðimanna í Vestmannaeyjum á þessari kenningu. Veiðin segir fráleitt alla sögu þegar til lengri tíma er litið.  Áður veiddu menn lunda og annan fugl af nauðsyn, sér og sínum til lífsviðurværis. Seinna var þetta meira sport og sóknin örugglega minnkað og einnig verið misjöfn milli ára. Svo hef ég aldrei heyrt að sandsílið væri einhver kaldsjávartegund, samanber öll þau ókjör af sandsíli sem var og er kannski að nokkru leyti enn í Norðursjónum.  Fjöldin í björgunum við Vík í Mýrdal var æfintýralegur fyrst þegar ég man, í kringum 1960.  Það var þó í lok hlýindaskeiðsins 1930-60 og sjávarhiti örugglega mjög hár hér við suðurströndina, þó ég hafi ekki haldbærar tölur um það.  Laust fyrir 1970 byrjaði krían að nema land á sandinum hér austan þorpsins og óx það varp með undraverðum hraða í það að verða líklega það stæsta í Evrópu.  Þá var enn ofgnótt sandsílis en fljótlega upp úr 1990 fór að bera á versnandi afkomu kríu og lunda hér á þessu svæði og er í dag hreint hörmuleg. Ég held að orsakanna sé allt annars staðar að leita en ætla ekki að fara nánar út í það hér. 
mbl.is Lundinn líður fyrir hlýnun hafsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkt tuð, ekki trúleg kenning en ekki nokkur rök lögð fram hversvegan kenningin er ekki trúleg. Hefurðu lesið skýrsluna?

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband