Oft má satt kyrrt liggja.

Einu sinni enn hafa fréttamenn á íslenskum fjölmiðlum unnið óþurftarverk með umfjöllun sinni um  að þurfandi fólki hafi verið gefin matvæli, sem komin eru fram yfir síðasta söludag.  Allt er þetta gert í hinum nýja anda fréttamennskunnar að aldrei megi satt kyrrt liggja.  Þetta er því miður ekki fyrsta dæmið um að þetta öfugmæli er að skaða þá sem síst skyldi.   Svo þegar búið er að upplýsa ,,glæpinn" koma  allskonar siðgæðispostular og opinberir eftirlitsaðilar eins og hrafnar á hræ með umvandanir og jafnvel hótanir um lögsókn og viðurlög eins og alltaf er viðkvæðið á þeim bæjum.  Það væri ekki undarlegt þó að þetta fólk og fyrirtækin sem þarna hafa unnið lofsvert starf hætti því með öllu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2007 kl. 21:05

2 identicon

Ójá... oft má satt kyrrt liggja.

Það er svo oft sem fjölmiðlar blása upp einhverja frétt. En þá kemur þolandinn oftast verst út

Kristin Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svona bitu þeir hausin af skömminni/Svona gera frettamenn ekki/fólkið sem sveltur borðar þetta og verður ekki meint af/En  af hverju má ekki  gefa þvi þá þetta !!!!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.2.2007 kl. 21:31

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Sérstaklega vegna þess að það er fullt af matvöru með síðasta söludag sem ER svo ekkert síðasti söludagur. T.d. dugar fjörmjólkin iðulega heila viku framyfir síðasta söludag og skyr súrnar örlítið en skemmist ekki. Svo búum við svo vel að eiga frystihólf. Já maður spyr sig hver tilgangurinn sé með svona fáránlegu eftirlitsbatteríi...

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 1.3.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband