26.1.2014 | 14:24
Þetta verður að varðveita
Það væri mikið óheillaspor ef þessari fossaröð yrði fórnað fyrir einhver x megavött. En aftur á móti er það alltaf svolítið mótsagnakennt að hörðustu verndunarsinnar eru líka á móti vegslóðum og umferð á hálendinu. Það hefur takmarkað gildi að vernda náttúruperlur ef fólki er jafnframt bannað að komast að þeim á vélknúnum farartækjum. Það treysta sér ekki allir til að ganga dögum saman upp um fjöll og firnindi með bakboka.
Fossinn Dynkur á förum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta land virðist ekki mega halda sínum sérkennum, sem eitt fallegasta land veraldar.
En hver ræður eyðileggingum á landi í heiminum ? - Hver hefur þessivöld að geta eyðilagt
sérkenni landa ? - Sem hlutaðeigandi og skattgreiðandi til þessa lands hef ég ekki verið
spurður t.d. og enginn í húsinu þar sem ég bý, held ég. - Hver Á þetta land, sem hann getur eyðilagt að vild ?
Már Elíson, 26.1.2014 kl. 15:03
En það er ekki verið að fórna fyrir einhver x megavött. Það er verið að fórna fyrir bætt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, vegakerfi og aðra þjónustu. Og það án þess að skattar þínir hækki. Það er verið að fórna svo börn og barnabörn þín þurfi ekki að flytja til Noregs verði þau svo heppin að geta aflað sér menntunar. Það er verið að fórna til þess að geta uppfyllt kröfur þínar um lífsgæði.
Ufsi (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 15:21
Tad er nu frekar gott adgengi ad tessu svædi um tunguhalsinn og sloda tar allt i kring, tarft ju 4*4 og skitsæmilegan bil, for tarna um allt a stuttum pajero a sinum tima a 33" dekkjum og hvergi vandrædi.
Byst vid ad tetta se enn audveldara yfirferdar nuna en adur vegna budarhalsvirkjunar og tess ad landsvirkjun virdist ekki turfa nein log tegar teir leggja sloda og vegi um allt.
En ju tetta er alveg magnad svædi og hrikaleg gil sem eru skorinn tarna i gegnum landid og mynda halsinn.
Arnthor H (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 16:12
Hvað við erum sammála Þórir!
Ekki veit eg hvað Arnthor á við eins og fórna verði öllum náttúruauðlindum á Íslandi fyrir eitthvað sem auðveldara væri að spara annars staðar. Hvað kosta allar utanfarir ráðherra og forseta? Má ekki eins fullyrða að verið sé að fórna fossum og natturuauðlindum til að þessir aðilar fái að gera það sem þeim sýnist?
Eg hefi margsinnis átt leið um Sprengisand og inn í Landmannalaugar með erlenda ferðamenn. Fremur stutt er að fögrum fossum en torleiði er mikið, seinleg leið sem einungis er fær torfæruökutækjum. Hvers vegna má ekki bæta við heimsókn að skoða fagra fossa.
Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2014 kl. 18:36
Skil tig ekki alveg Gudjon, nu var eg ad benda a ad tetta væri svædi sem mætti komast um og vert væri ad passa uppa, se ekki hvernig tu nærd ad snua tvi uppi ad eg vilji virkja allt, er akkurat a hinni brautinni og ofbydur hvernig fram er komid vid landid.
Arnthor H (IP-tala skráð) 26.1.2014 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.