Ómöguleiki Bjarna

Aldrei hef ég verið fylgjandi aðild að ESB. En úr því sem komið var vildi ég leyfa þjóðinni að ákveða hvort klára ætti viðræðurnar,  eins og Bjarni lofaði fyrir kosningar.  Nú hefur hann í undirlægjuhætti sínum við samstarfsflokkinn svikið þetta loforð og það á eftir að kosta Sjálfstæðisflokkinn  mýmörg atkvæði.   Er farinn að halda að Bjarni hafi ekki nægilegt bein í nefinu til að vera formaður stæsta stjórnmálaflokks landsins.
mbl.is Ákveðið að slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar lastu að Bjarni hefði lofað að ákveða hvort klára ætti viðræðurnar ?

Bjarni lofaði að það yrði ekki haldið áfram nema að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um áframhald.

Endilega linkaðu ef þú finnur annað !

Kveðja

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 10:18

2 identicon

Eru innbyggjarar analphabetar eða hvað?

Orðrétt úr kosningarbækling Sjallanna 2013:

“Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 10:31

3 identicon

https://web.archive.org/web/20130430024859/http://www.xd.is/malefnin/utanrikismal

"Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram"

Skúli (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband