5.3.2007 | 15:51
Gott innlegg í þjóðlendumál.
Bjarni Harðarson, annar maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi á mikinn heiður skilið fyrir að hafa tekið þjóðlendumálin upp með mjög afgerandi hætti á flokksþingi framsóknarmanna um helgina. Að hans frumkvæði var samþykkt tillaga um að taka strax til endurskoðunar alla aðferðafræði á ofbeldi því sem landeigendur hafa verið beittir til þessa. Sigmar B. Hauksson, fulltrúi skotveiðimanna reyndi að koma í veg fyrir samþykkt hennar en hafði ekki erindi sem erfiði. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi fjölda atkvæða, jafnt hvort fólk var úr dreifbýli eða þéttbýli. Hinir stjórnmálaflokkarnir og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn ættu að athuga sinn gang varðandi meðferð þessara mála. Það eru langtum fleiri en bara þessir fáu bændur sem að er sótt, sem sætta sig ekki við þessi vinnubrögð og þá vanvirðingu á eignarrétti fólks sem þarna er sýnd í verki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er a.m.k. á hreinu að ég ákveð ekki hvern ég kýs í vor fyrr en skýr stefna um þessi mál eru á hreinu.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 6.3.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.