10.3.2007 | 21:14
Auglýsinganauðganir
Hefur það komið fyrir ykkur að fá svo upp í kok af einhverri auglýsingu að þið hafið heitið því að skipta aldrei meir við viðkomandi fyrirtæki. Ég átti einu sinni Volvobíla og var mikill aðdáandi þeirrar bílategundar. En eftir áralangar og síendurteknar nauðganir með þessu kolómögulega ,,öruggurstaðurtilaðverá" slagorði, hef ég lofað mér því að stíga aldrei fæti inn fyrir dyr hjá þessu bílaumboði nema þeir finni eitthvað sem lætur betur í eyrum. Hafið þið líka tekið eftir því, að maður er í mesta sakleysi að horfa á sjónvarpsfréttirnar og auglýsingarnar taka víð að þá er styrkurinn á útsendingunni aukinn upp úr öllum skörðum að maður hendist upp úr Lazy Boy stólnum í örvæntingarfullri leit að fjarstýringunni til að lækka í þessum ófögnuði. Ætli að svona auglýsingamennska virki ekki bara öfugt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.