20.9.2014 | 11:36
Orð í tíma töluð
Þetta er hárrétt hjá Tryggva. Það er með ólíkindum að hlusta á allar þær ambögur sem fjölmiðlafólk lætur út úr sér. Og auðvitað á að gera miklar kröfur til RUV hvað þetta varðar. En það skemmir fyrir þegar sumir sanntrúaðir sjálfstæðismenn grípa þetta á lofti og gera úr því pólitískt mál og réttlætingu fyrir því að einkavæða RUV. Ótrúlegt hvað menn geta gert sig að miklum kjánum þegar pólitíska sannfæringin ber heilbrigða rökhugsun ofurliði.
Málvillur í hverjum fréttatíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, síðan er líka spurning hvort fólk vilji hlusta á góða íslensku, eða bara hlusta á það sem er verið að segja. T.d. þá snýst fréttatíminn um fréttir, er það ekki?
Þessi moggi hérna er orðin alræmdur, en fréttirna skila sér þó langoftast.
Jonsi (IP-tala skráð) 20.9.2014 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.