Indversk vinnuvernd

Það var hrollvekjandi að horfa á sjónvarpsþáttinn í gærkvöldi, þar sem sýnt var við hvernig aðstæður er unnið í indverskum vefnaðarverksmiðjum.  Þetta er í rauninni sambland af þrælabúðum og útrýmingarbúðum, þar sem fólk er drepið á örfáum árum með eiturefnanotkun.   Þessar vörur kaupum við íslendingar í lágvöruverðsverslunum hér.  Mikið verður svo gaman að lifa þegar blessaður íslenski neytandinn getur  farið að kaupa hræódýrar landbúnaðarvörur, sem eru framleiddar undir húsveggjunum á svona fyrirtækjum. Vonandi standa íslensku útrásarfyrirtækin, sem eru að hasla sér völl þarna, sig betur í þessum málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband