Til að hressa upp á minnið hjá sjálfstæðismönnum

 

Já er varaformaðurinn hissa á því að hafa ekki meira fylgi á landsbyggðinni. Hér er smá upptalning á því sem hefur komið mjög illa við landsbyggðina á stjórnartíma Framsóknar og Íhalds.

Þjóðlendumál: Fólk kýs varla flokk sem leggur sig allan fram um að stela af því þinglýstum eignarlöndum.

Kvótakerfið, eins og það er framkvæmt. Hefur gert hundruð fjölskyldna á landsbyggðinni eignalausar.

Skattaokrið á lægstu laun. Kemur verst við landsbyggðarfólk, þar sem laun eru víðast hvar lægri en á suðvesturhorninu.

Einkavæðing ríkisfyrirtækja. Hefur eingöngu leitt af sér færri störf úti á landi, stórhækkaðar gjaldskrár og verri þjónustu. Það virðast allir vita nema Sjálfstæðismenn að einkavædd einokun er versta rekstrarform sem hægt er að hugsa sér.

Svívirðilegar álögur á alla flutninga sem hafa leitt af sér margföldun á öllum flutningskostnaði. Bitnar að langmestu leyti aðeins á landsbyggðarfólki.

Stóriðjustefnan og algjört skeytingarleysi í umhverfismálum, nema núna þegar kosningar eru á næsta leiti.

Gæti haldið áfram en þetta eru verstu dæmin.


mbl.is Þorgerður: Þátttaka okkar forsenda umburðarlyndrar miðjustjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér ekki lágmark að kynna þér mál áður en þú lýgur upp á flokka?

Hefur skattur hækkað á lægstu laun? Nei

Hefur kvótakerfið komið sér illa fyrir sjávarútveginn? Nei hann var á hausnum fyrir og nú er komin skilgreind eign, þó  það megi laga kerfið, allt má laga.

Einkavæðing ríkisfyrirtækja er siðferðisleg eina rétt sem á að gera, það á enginn maður að þurfa þola það að lenda í samkeppni við ríkisfyrirtæki. Einkavæðingin hefur líka skilað sér í gífurlegum hagvexti sem allir hafa notið góðs af.

Álögur á fluttninga eru höndum aðila sem sjá um slíkt svo sem eimskip, samskip og fleirri. Það má lækka tolla á gjöld á ýmsu í kringum flutningaiðnaðinn en í lokinn eru það fyrirtækin sjálf sem ákveða þetta. Allir flutninga sem ríkið myndi sjá um væru niðurgreiddir af öðrum fyrir þig.

Stóriðja er ekki jafn slæm og þú heldur álver tá íslandi losa 12 sinnum minna CO(2) við framleiðslu á hvert tonn af áli en nokkur staðar annar staðar í heiminum vegna mikilla rannsókna og innlendrar tækni sem þróuð hefur verið upp auk þess eru notaðir endurnýtanlegir orkugjafar í framleiðsluna. Það eðlilegt að nota endurnýtanlega orku okkur í þágu heimsbyggðarinnar.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Gaman væri að vita hvaða ár þú ert fæddur Vilhjálmur Andri. Allavega virðist þú ekki hafa haft tíma til að mynda þér sjálfstæðar skoðanir í pólitíkinni en bergmálar bara einhverja frasa frá Heimdellingum. Þar að auki efast ég um að þú hafir farið margar ferðir innfyrir Elliðaár. Það yrði of langt mál að svara athugasemdunim þínum lið fyrir lið en í heildina tekið tala ég um þessa hluti af eigin reynslu. Hef t.d. verið launagreiðandi í 27 ár og veit þar af leiðandi nákvæmlega um hvað ég tala í sambandi við skatta á lægstu laun. Þar að auki, þér til upplýsinga ert þú ekki að tala við einhvern vinstri mann. Ég er aftur á móti mjög raunsær hef aldrei skilið fólk sem getur ekki viðurkennt staðreyndir fyrir pólitískri blindu.

Þórir Kjartansson, 23.3.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég vil taka undir það sem Þórir segir um þjóðlendumálið sem er fáránlegt. Eins eru álögur á vöruflutninga út úr öllu korti.  Vörubíll sem keyrður er 100,000 km á ári sem er algengt, eigandi hans þarf að greiða í kringum fjórar milljónir á ári í þungaskatt. þessar álögur eru ástæða numer 1,2,3,4 að allur atvinnnurekstur er að sogast á suðvestur útkjálkann þar sem allar megin hafnirnar eru

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 23.3.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Frekar fyndið þegar fólk sem hefur fundið fyrir óstjórn D og B á eigin skinni er ásakað um að "kynna sér ekki málin"

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 24.3.2007 kl. 10:11

5 identicon

Áhugavert að ekkert ykkar treystir sér til að svara mér málefnalega en notið öll rökræðutækni sem byggir á Ad hominem. Ég vil líka koma því til skila til Þóris sem telur mig lítið hafa farið út fyrir borgina að ég bjá á vestfjörðum nánar tiltekið í Reykjanesinu sem er innst í Ísafjarðadjúpi. 

Aldur minn hefur ekkert með pólitískar skoðanir mínar að gera og þar að auki byggi ég mál mitt á staðreyndum. Ef Þórir kann ekki að lesa úr launaseðli sínum er það vandamál sem hann verður að kljást við en það er sorglegt að skólakerfið hafi brugðist honum svo alvarlega. Hvað sem menn segja þá hafa skattar lækkað og kaupmáttur aukist gífurlega.  

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 23:23

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, það er auðséð að hérna talar háskólamaður, laganemi, stútfullur yfir eigin ágæti og visku.  Stefán Ólafsson hefur lýst hvernig skattar hafa þróast í tíð núverandi stjórnarsamstarfs og það hefur enginn getað hrakið með rökum, aðeins með fullyrðingum.  Að halda því fram að íslendingar geti bjargað menguninni í heiminum með því að framleiða ál með allri virkjanlegri orku er einhver versta röksemdarfærsla sem stóriðjusinnar hafa fram að færa. En ég tek eftir því að laganeminn minntist ekkert á þjóðlendumálin. Hvernig skyldi standa á því?

Þórir Kjartansson, 25.3.2007 kl. 08:40

7 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Að slá um sig með snobb-latínufrösum er ad hominem in itself

Svo kalla ég ekki copy/paste upp úr mis-viturlegum "rannsóknum" og áróðursbleðlum D, B og Alcan, rökræður.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 25.3.2007 kl. 11:47

8 identicon

Ég get ekki tjáð mig um þjóðlendumálið þar sem ég hef nýlega verið að vinna að því máli og því tel ég ekki rétt að ég sé að tjá mig um það opinberlega og læt þar við sitja.

Félagsfræðiprófessorinn Stefán Ólafsson ætti að gera allt annað en að leika sér með tölur. Hann hefur sjálur viðurkennt að margt í rannsókn sinni sé byggt á ónægum upplýsingum á fundi í Odda stofu 101, 31. jan. Bæði Rögnvaldur og Hannes, en þess má geta að Rögnvaldur er með p.hd. í þjóðhagfræði, hafa sýnt fram á rökvillur og reiknivillur í skýrslu Stebba féló. Það kannski ekki nóg að maður með einhverja stærðfræðimenntun bendi á það eða hvað finnst þér.

Ef Íslendingar geta framleitt ál með minni tilkostnaði en aðrar þjóðir af hverju ekki að nýta okkur það? Öll virkjanleg orka á Íslandi er gífurlega mikil og í raun vitum við ekki hvað hægt er að virkja mikið með til að mynda jarðvarma, vindorku eða jafnvel sjávarföll.

Jónína þú hefur enn ekki komið með nein rök og athugasemdir þínar gefa til kynna kunnáttuleysi og vanþekkingu á málefnum líðandi stundar. Ef þú kallar rannsóknir fræðimanna s.s. efnaverkfræðinga, líffræðinga, eðlisfræðinga og stærðfræðinga ekki nægileg rök þá ættiru að benda á hvað það er í rannsóknum þeirra sem þú telur vera rangt og hvers vegna. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:43

9 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ágæti Vilhjálmur Andri. Þú sem telur greinilega að engir nema hámenntaðir menn geti haft vit á hlutunum og rétt fyrir sér, þá tekur þú auðsjáanlega bara mark á þeim prófessorum og menntamönnum sem hafa skoðanir sem falla að þínum pólitíska rétttrúnaði. En þér og öðrum stóriðjusinnum liggur svo mikið á þið viljið heldur hirða aurinn í dag og henda krónunnu á morgun. Eins og ég sagði áður gæti ég fært rök fyrir öllu sem ég setti í upphafsinnleggið en finnst það vera of langt mál svona á bloggsíðu. Svo er auðvitað alþekkt að ofsatrúarmenn taka engum rökum.

Þórir Kjartansson, 27.3.2007 kl. 13:40

10 identicon

Ég sé að það þýðir lítið að krapa við þig þú flokkar fólk sem er ósammála þér í flokka á borð við  ofsatrúarmenn, stóriðjusinna og fleirra í þeim dúr. Ef ég vitna í menn sem hafa sérþekkingu á einhverju sviði er ég með menntasnob og hlusta bara á þá og öll þín svör eru í þessum dúr. Það hafa engin rök komið fram hjá þér og ekki ein einasta tilraun til þess að sýna fram á mál þitt. Ég nenni ekki að rökræða við fólk á þessu lága plani, annað hvort getur fært rök fyrir þínu máli eða ekki. Það er nokkuð ljóst að þú getur það ekki. Ég þakka samt fyrir mig og vona að þú venjir þig á að styðja mál þitt betur í framtíðinni.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:35

11 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég get nú ekki séð, kæri Vilhjálmur að þú hafir fært einhver sérstök rök fyrir þínu máli frekar en ég. Við höfum bara vitnað í misvísandi álit fræðimanna. Munurinn er bara sá að ég hef eigin reynslu af þessu lang flestu en ekki þú.

Þórir Kjartansson, 30.3.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband