30.3.2007 | 09:26
Kosið um álver.
Það voru athyglisverðar viðvaranir sem Davíð Oddson seðlabankastjóri sendi út í samfélagið í gær og sanna það að stækkun álversins í Straumsvík er rétt meira en mál Hafnfirðinga einna. Það er vonandi að allir hugsandi menn sem hafa tækifæri til að kjósa um þetta hafni því og leggi þar með lóð sitt á þá vogarskál að draga úr þeirri þenslu og eyðslustefnu sem hefur ríkt hér alltof lengi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Þórir
Davíð Oddson sagði Straumsvík og "Helguvík". Athyglisvert að þú sleppir því.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan
Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:38
Sæll sjálfur Tryggvi. Það skiptir engu máli hvar svona stórframkvæmd er staðsett. Hún alltaf jafn þensluhvetjandi. En auðvitað því meir, sem meira er í pípunum.
Þórir Kjartansson, 30.3.2007 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.