Svarthvítt þjóðfélag?

Frægt er orðið þegar menn voru flokkaðir annaðhvort í Baugsliðið eða hitt liðið. Svipaðra tilhneiginga gætti þegar Halldór Ásgrímsson sagði þegar kvartað var undan þenslunni sem ríkti í þjóðfélaginu: "Vill fólk frekar hafa atvinnuleysi með þeim hörmungum sem því fylgja"  Semsagt enginn millivegur til. Sama svarthvíta umræðan virðist vera í uppáhaldi hjá mörgum stjórnmálamönnum nú fyrir kosningar.  Frjálslyndir stimplaðir ósamstarfshæfir rasistar af því að þeir nefna innflytjendamál.  Jón Sigurðsson formaður Framsóknar segir fullum fetum að þeir sem vilja staldra við í virkjunaráformum og álbræðslum vilji stoppa alla framþróun í iðnaði.  Sem betur fer held ég að kjósendur kaupi ekki svona málflutning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frjálslyndir eru stimplaðir rasistar af því þeir hófu umræðuna á þeim nótum sbr. greinaskrif núverandi oddvita þeirra í Reykjavík Suður og ummæli um Syni Múhameðs. Líka vegna alls þess flóðs af rasískum ummælum sem stendur óhreyfður og ómótmælt á vefsíðum fulltrúa flokksins eða hefur fallið á opinberum fundum á hans vegum. Þetta er einfaldlega hin hliðin á þessum peningi og á meðan flokkurinn tekst ekkert á við hana er augljóst að honum þykir ekki leitt að fiska í þessu grugguga vatni. Jóni Magnússyni var meira að segja lyft til forystu.

Sparihliðin er svo áhyggjur af vinnumarkaði og hvernig tekið er á móti innflytjendum og þar eru a.m.k. bæði vinstrigrænir og jafnaðarmenn með skýra stefnu. Skuggahliðin fylgir Frjálslyndum einum og þeir láta sér vil líka.

Þaðan spretta áhyggjur fólks.

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband