Vantar á landakortið

Það fór eins og vænta mátti að í þeim umræðuþáttum sem fjölmiðlarnir hafa staðið fyrir hér í Suðurkjördæmi, hefur varla eitt einasta orð fallið um Skaftafellssýslurnar. Það er eins og það svæði sé  dottið út af hinu pólitíska landakorti. Sennilega vegna þess hvað þar eru fá atkvæði. Aðeins hefur þó verið minnst á Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar. Rangárvallasýslan hefur aðeins komist á blað vegna þess að Unnur Brá Konráðsdóttir hefur haldið þeirra merki  á lofti eftir því sem hún hefur getað.. Annars má segja að í hugum margra sé ekkert líf austan Þjórsár. Við í austurhluta kjördæmisins erum óneitanlega að líða fyrir alla þensluna á Selfossi.  Í hana er alltaf vitnað ef þingmönnum hentar að benda á hagvöxt og velsæld í kjördæminu.  Í rauninni er Selfoss bara hluti af Reykjavíkursvæðinu. Var í gærkvöldi  á ágætum fundi VG í Víkurskála.  Vonandi láta hinir ekki sitt eftir liggja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Já pabbi minn - borg óttans og litla fylgitunglið hennar (Selfoss) eru nabblar alheimsins

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.4.2007 kl. 11:28

2 identicon

Sæl verið þið, ágætu feðgin !

Jah..... hvað skal segja, sjálfur bý ég; í Efra- Ölfusi (Hveragerði kallast plássið), og það verður að segjast eins og er;; að alltof margir, hér um slóðir, sem víðar, á Suð- vesturlandi; líta á þennan landshluta sem einhvers konar part af Reykjavík. Er það mjög miður, því ekki eigum við, hver búum í næsta nágrenni við þá Reykvízku neitt sérstaklega upp á pallborðið, hjá þeim, umfram annað landsbyggðarfólk svo ég viti til.

Þórir og Jónína ! Ég hefi hina mestu skemmtan af, þá ég sussa á þá ættingja mína, og kunningja; hverjir guma sem mest, af þessu nágrenni, við höfuðstaðinn og hreykja sér hvað mest af þessu nábýli. Bendi þeim jafnharðan á, að landsbyggðarfólk séum við, og megum vera stolt af. Fæ ég nokkrar glósur af, hjá sumum, hristi þær jafnharðan af mér, enda gætir skapferðis Kveldúlfs niðja, frá Borg á Mýrum í mínum ranni, og láta þá hinir sömu jafnan undan síga, þá á líður orðræðuna.

Með beztu kveðjum, í Skaftárþing; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 02:59

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk fyrir þitt innlegg Óskar Helgi og ekki er ég að agnúast út í það ágæta fólk sem byggir Árnesþing.  Bendi bara á að þenslan á suðvesturhorninu og þar með Árborgarsvæðinu er til þess fallin að fólk trúi því að hér á landinu sé risið eitthvert þúsund ára góðærisríki. Þessari skoðun er óspart haldið á lofti af stjórnarflokkunum og það virðast því miður alltof margir trúa því. (Í það minnsta D-lista kjósendur) En ekkert kemur ver við jaðarsvæðin en svona ástand.  Minni í því sambandi bara á þensluárin á níunda áratug síðustu aldar.

Þórir Kjartansson, 22.4.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband