Gleymda svæðið á Suðurlandi.

Var að enda við að horfa á kjördæmaþáttinn á sjónvarpi RUV úr Suðurkjördæmi. Eins og vænta mátti vissu þessar fallegu konur sem stjórnuðu þættinum  ekki að það er nærri fjögurhundruð og fímmtíu km. langt landsvæði frá Þjórsá að Höfn í Hornafirði og þar eru næstum því þrjár heilar sýslur. En þetta má kannski fyrirgefa borgarbörnum sem fara örugglega oftar til Kanarí en  austur yfir Hellisheiði. Hitt er meira undrunarefni að þingmannsefnin skyldu nánast ekki nefna tilvist fólks á öllu þessu svæði og þau vandamál sem blasa þar við. Sá ágæti maður Bjarni Harðarson var sá eini sem kom inná þetta og hafi hann heiður fyrir. Það er þó verst að hann vill ekki viðurkenna hvað hefur verið þessum svæðum þyngst í skauti undanfarin ár. Það er þenslustefna núverandi ríkisstjórnarflokka, sem er að drepa allt í dróma í dreifbýlinu með örfáum undantekningum. Því lýsti Atli Gíslason og Ásta Þorleifsdóttir réttilega. Það er hægri veislan ógurlega, sem staðið hefur  alltof lengi og verður að linna, svo timburmennirnir verði ekki hreinlega banvænir þegar að þeim kemur.  Stjórnendur þáttarins eiga þó hrós skilið fyrir að leggja fyrir þessa spurningu um þjóðlendumálin.  Þar komu fram nokkuð skýr og afdráttarlaus svör frá öllum nema auðvitað fjármálaráðherra sem þarf að verja þennan ósóma að ég held gegn betri vitund. Árni má eiga það að hann er líklega sá eini af þingmanna og að ég tali nú ekki um ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, sem ofbýður óréttlætið, sem þarna hefur viðgengist alltof lengi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Það var held ég verið að ræða þennan þátt hérna. Málið er bara (svo ég endurtaki mig aðeins) að það er nákvæmlega ekkert sem nein ríkisstjórn (skiptir ekki máli í hvaða flokki) getur gert í þessari þenslu. Svo lengi sem áhættufjárfestar nenna að gambla með íslensku krónuna þá verður þetta svona. Það er nákvæmlega ekkert sem neinn getur gert í því - ekki núverandi stjórnarflokkar og ekki þeir stjórnarflokkar sem koma til með að taka við. Krónubréfin eru hagkerfið í dag. Dabbi getur ekki lækkað stýrivextina vegna þess að krónubréfakaupendurnir mundu samstundis ákveða að gefa ekki meira út af þeim sem mundi leiða til stórfelldrar gengislækkunar hér. Það er íslenskur hagkerfisraunveruleiki. Held það skipti ekki nokkru einasta máli hvaða flokkar komast í stjórn... það er ekkert sem þeir geta gert í þessu.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 23.4.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jónína það eru nú sem betur fer ekki allir jafn  slæmir og núverandi valdhafar því eins og Jón Baldvin benti réttilega á í Silfri Egils í gær hafa hægri menn aldrei getað stjórnað íslensku hagkerfi svo voot væri í. 

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 15:29

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jónína það eru nú sem betur fer ekki allir jafn  slæmir og núverandi valdhafar því eins og Jón Baldvin benti réttilega á í Silfri Egils í gær hafa hægri menn aldrei getað stjórnað íslensku hagkerfi svo vit væri í. 

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 15:30

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Nei, ég er heldur ekkert að segja að einn sé verri en annar þannig séð. Ég held bara að það sé ósköp lítið sem hægt er að gera í þenslunni. Hinir ríku geta leyft sér að hafa evruna sem gjaldmiðil á meðan við hin höldum krónunni félagsskap á meðan hún er. Svo lengi sem útgáfa krónubréfa heldur áfram þá helst gengið sterkt (gervihagvöxturinn) og á meðan gengið er sterkt út af krónubréfunum er ekki séns að stýrivextir verði lækkaðir. Ergo: damned if we do og damned if we don't.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 23.4.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband