17.5.2007 | 09:49
Frábær niðurstaða
Þessir dómar eru eftirtektarverðir, fyrir það að um eignarhald þessara svæða var óbyggðanefnd og héraðsdómur ósammála. Óvissa um niðurstöðu var því mikil, þó okkur sem staðið höfum frammi fyrir öllu þessu ofbeldi ríkisins og þekkjum til á þessu svæði finndist augljóst hver niðurstaðan ætti að vera. Það hefði verið fáránlegt ef ríkið hefði farið að eigna sér þessa skika hérna sunnan undir Mýrdalsjöklinum, nánast niður undir sjó. Til hamingju með sigurinn landeigendur.
Hæstiréttur dæmir eignarland í 4 þjóðlendumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.