15.9.2016 | 11:19
Fúlilækur
Svo öllu sé til haga haldið var Jökulsá á Sólheimasandi kölluð Fúlilækur en ekki Fúlakvísl fyrr á öldum. Og svo er annað sem jarðvísindamenn í dag (nema kannski þeir elstu) vita ekki að brennisteinslyktin af Jökulsá er nánast horfin miðað við það sem hún var fyrir nokkrum áratugum síðan og hafði alltaf verið eins og gamla nafnið bendir til. Þetta þekkja allir Mýrdælingar sem komnir eru um og yfir miðjan aldur.
Hafa aðeins hálftíma til að forða sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þórir. Þú ættir kannski að senda þeim tölvupóst, sem ráða Háskóla Íslands, til að láta þá vita um staðreyndir?
Það er Fúlipollur í Krísuvík. Þar í kringum vatnið er mengun af einhverju tagi sem ég kann ekki að greina tækjalaust. En ég er því miður hætt að geta farið þangað, vegna ofnæmisviðbragða.
Það mætti kannski láta þá upplifun mína fylgja með upplýsingum til Háskóla-vísinda-valdasamfélagsins? Valdasamfélags sem er löngu búið að tapa tengingu við jörðina sem við lifum öll á. Staðreyndir eru bara hundsaðar af Háskólavaldhöfum, fyrir marklausa bókstafstrú af ýmsum mis viturlegum og óraunverulegum toga. Sumt í Háskólunum er samt marktækt og gott, en þegar orðspor og trúverðugleiki slíkra stofnana hefur skaðast, þá er ekki neinu almennilega treystandi.
Og skiljanlega. Þegar önnur hver blaðsíða er sögufölsun stórveldanna heimskaupmennsku-glæpahallanna. Bókvitverður víst ekki í askana látið. Askarnir verða alltaf tómir, með óbreyttri hegðun viskulausra tölvustýrðra glæpabanka heims-kauphallar-spilavítanna, og Háskóla-happdrættisvinninganna ótryggu.
Engin keðja er/verður sterkari en veikasti hlekkurinn í samfélagskeðjunni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2016 kl. 16:17
Það er ýmist að þetta sé kallað Fúlilækur eða Fúlakvísl skv. ýmsum vefsíðum. Og samkvæmt kortum Landmælinga er þetta kallað Jökulsá.
Ef mælingar sýna 10-11 sinnum hærri styrk brennisteinsvetnis sem hæglega geti skaðað fólk er það dauðans alvara. Það er kannski ekki sú lykt sem finnst (eða fannst) af Jökulánni.
thin (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.