24.5.2007 | 21:16
Ferðaþjónustan í kreppu.
Ef þessi spá gengur eftir er gefið mál að ferðaþjónustan verður af gríðarlega miklum tekjum, ekki síður en samkeppnis og útflutningsgreinar. Ekki er annað að heyra en stórir hópar í þjóðfélaginu taki því alltaf fagnandi ef krónan styrkist. Og ekki virðist nýskapaða ríkisstjórnin hafa af þessu hinar minnstu áhyggjur. Frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu þó mikið um það fyrir kosningar að þessi þensluveisla væri ekki raunverulegt góðæri og þyrfti því að linna. Ætli að fólk fái afhenta eyrnatappa og svört sólgleraugu um leið og það sest í ráðherrastólana? Mætti halda það, allavega kom sjávarútvegsráðherranum alveg á óvart sú staða sem upp er komin á Flateyri.
Greining Glitnis spáir gengislækkun í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.