Kolefnisjöfnun.

Nýjasta æðið á Íslandi er kolefnisjöfnunaræðið.  Snjallir sölumenn sáu strax tækifæri í þessu, samanber auglýsingar frá sumum bílaumboðum.  Ekkert mál að kolefnisjafna heilu álverin.  Skógræktarmenn sjá framtíðina í hillingum, þar sem hver blettur skal þakinn skógi. Mér finnst samt nóg um. Bæði er nú þegar fullt af fólki sem er í atvinnubótavinnu við skógrækt og svo er ég ekki hrifinn af þeirri áráttu skógræktarmanna að planta trjám meðfram vegum landsins. Ef heldur fram sem horfir verður varla hægt að  sjá Heklu eða Skógafoss frá þjóðvegi númer eitt eftir nokkur ár.    Er ekki allt í lagi að hugsa fyrst og framkvæma svo?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Bendi á blogg mitt frá því gær um þetta efni.

Sveinn Ingi Lýðsson, 4.7.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk Sveinn Ingi. Sá einmitt greinina þína þegar ég var nýbúinn að senda inn.

Þórir Kjartansson, 4.7.2007 kl. 12:46

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Maður verður sennilega bráðum að fara að kolefnisjafna eftir mikið rúgbrauðát.

Ólafur Ragnarsson, 4.7.2007 kl. 14:14

4 Smámynd: Viðar Eggertsson

það tekur 28 tré 90 ár að "kolvetnisjafna" fyrir ársnotkun á bíl... svo kalla umboðin bílana "græna"! - Hræsni kalla ég það.

Viðar Eggertsson, 4.7.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband