Loðnan og Hafró

Í viðtali við Jóhann Sigurjónsson, forstjóra Hafró í MBL í gær lætur hann í það skína að líklega gæti verið skynsamlegt að friða loðnuna. Óskaplega væri það nú ánægjulegt ef þessir menn sem mestu ráða um þessa hluti fara að skilja þá einföldu staðreynd að allt sem lifir þarf eitthvað að éta. Í öllum þeim fréttaflutningi og viðtölum við sprenglærða fræðinga, eftir að svarta skýrslan um þorskinn  kom fram hef ég ekki heyrt einn einasta minnast á þetta fyrr en nú.  Nú berast þær fréttir að Hrefnan sem er verið að veiða sé grindhoruð.  LÍÚ og fleiri kenna hvalnum um ætisleysið og víst er um það að sístækkandi hvalastofnar þurfa sitt. En fyrst og fremst held ég að menn þurfi að líta í eigin barm og viðurkenna mistökin sem gerð hafa verið og hætta algerlega loðnuveiðum.  Betra er seint en aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Þórir! Og talkk fyrir góðar greinar.Það eru margir á þeirri skoðun að hvalur sem hefur að mestu alfriðaður til margra ára sé stór áhrifavaldur í fæðuskorti fiska og fugla.Það sagði mér stýrimaður á skipi um daginn að þeir hafi siglt í gegn um stóra torfu af sandsíli V af Eyjum um daginn,Hann sá hvalatorfu á hraðri ferð í átt að torfunni.Þegar þeir sigldu svo aftur yfir staðinn var ekkert eftir af torfunni en stór hópur af hvölum.Ég verð að segja að mér finnst stjórnvöldum þessa lands til háborinnar skammar hvernig rannsóknum á lífríki sjávar út af ströndum.Fiskveiðiðþjóðarinnar Íslands hefur verið háttað í gegn um tíðina.Sama og engar veiðarfæratilraunir.(hvernig veiðarfæri fara með botninn t.d)Sama og engar á Hvölum sem nú ganga lausir eins og refir í hænsnabúum.Litlar sem engar á selum.Litlar sem engar á sjófuglum.Fornaldar búnaður á fiskirannsóknum.Þar eru allir stjórnmálaflokkar sem setið hafa í stjórn samsekir.Opna nokkrum sendiráðum(allavega kosta minna til þeirra)minna og nota peningana til hafrannsókna.Hætta við byggingu þessa hátæknisjúkrahúss(sem margir af okkar hæfustu læknum telja bull)nota peningana til fyrrgreindra rannsókna.Svona mætti lengur telja.En uppúr stæði að setja meir en helmingi meiri peninga í þessi mál.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 10.7.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband