4.9.2007 | 20:55
Neyslubrjálæði íslendinga.
Það birtist ekki eingöngu í því að skipta um stóra jeppann og hjólhýsið, helst árlega og vera alltaf með nýjustu útgáfuna af gsm símanum og skreppa til sólarlanda þrisvar á ári, heldur þarf að torga öllu því sem upp á er boðoð í menningu og ómenningu hérlendis og erlendis. Auðvitað lætur enginn nútíma íslendingur sig vanta ef hægt er að fá ókeypis fiskmáltíð norður á Dalvík, humarhala á Hornafirði eða flugeldasýningu í Keflavík. Það dettur auðvitað engum til hugar að sitja heima og missa af öllum þessum herlegheitum. Nei, við skulum nú drepast úr einhverju öðru en leiðindum heima hjá okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll, Þórir !
Einstkalega snaggaralegur, og skilvís texti. Hefi engu viða bæta.
Eins; og ég hefði skrifað, sjálfur.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.