8.9.2007 | 20:50
Kvótakerfið og ,,Sérfræðingur í auðlindarétti"
Helgi Áss Grétarsson hefur undanfarið skrifað heilmikla langhunda í MBL um sjávarútvegsmál, þ.e. kvótakerfið. Ekki er annað að sjá en hann telji það hið eina stóra réttlæti sem ekkert getur komið í staðinn fyrir. Enda kostaður af L.Í.Ú svo enginn skyldi undrast þá niðurstöðu. Ég vona að ég sé ekki að fara mannavillt, en reikna með því að þessi Helgi Áss sé skákmaðurinn snjalli, sem auðvitað telur ekkert mál að fórna taflmönnum sínum ef það þjónar endanlegri útkomu skákarinnar. En með kvótakerfinu er ekki eingöngu verið að tefla með mikla hagsmuni, heldur ekki síður um lífsafkomu fjölda fólks. Fróðlegt væri nú ef auðlindasérfræðingurinn legði mat á, hvað miklum auðlindum hefur verið fórnað og hvað miklum verðmætum hefur verið kastað á glæ með því að gera eignir og atvinnufyrirtæki fólks í fjölmörgum sjávarþorpum að engu. Það er nefninlega himinn og haf á milli þess að tefla skák eða að tefla með lífshamingju fólks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er góður pistill hjá þér Þórir og ég tek undir hvert orð, það er með ólíkindum hvað þessir menn komast langt í skepnuskapnum.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.9.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.