20.9.2007 | 12:14
Heyr á endemi
Það er ekki nýtt að heyra svona nokkuð frá þessum alvitru spekingum í greiningardeildum bankanna. Þetta svokallaða efnahagsundur er auðvitað allt blessuðum bönkunum að þakka. Þeir kynda undir allri eyðslunni, sem þetta ,,undur" byggist á. Byggingabrjálæðið er slíkt að bráðum hefur Reykjavík þrjá miðborgarkjarna, ef allar áætlanir ganga eftir. Ef og þegar að blaðran springur, verður það örugglega ekki þessum eitursnjöllu íslendingum að kenna, heldur einhverjum vitlausum útlendingum, sem ekki kunna fótum sínum forráð í peningamálum.
Er íslenska efnahagsundrinu ógnað? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.9.2007 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.