Fáránlegt.

Það er alveg furðulegur siður hjá fréttamönnum og fjölmiðlum þegar rætt er um vaxtamál, skuldasöfnun þjóðarinnar, hugsanlega upptöku Evrunnar og annað sem varðar fjármál, að þá eru alltaf kallaðir til einhverjir hvítflibbar frá greiningardeildum bankanna. Sem er auðvitað alveg  ómögulegt, vegna þess að þeirra málflutningur hlýtur alltaf að vera litaður af hagsmunum bankanna, sem fer kannski alls ekki saman við hagsmuni almennings. Til viðbótar þessu hvet ég alla til að lesa grein Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í gær. Það er raunsönn lýsing á því ástandi sem blasir við en alltof fáir virðast þora að horfast í augu við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þetta er alveg rétt. Ég var einmitt að hugsa þetta um daginn þegar ég heyrði enn eina ferðina einhvern bankastarfsmanninn tjá sig um efnahagsmál og kjör almennings í þessu landi. Það er eins og fjölmiðlar fatti ekki að þessir menn eru í vinnu hjá fjármálastofnunum og því hagsmunatengdir. Ég hygg að ekki í neinu öðru vestrænu landi séu fjölmiðlar jafn gírugir í að vera míkrófónstatíf fyrir þessa menn og íslenskir fjölmiðlar. Þetta er kranablaðamennska í sinni tærustu mynd.

Magnús Þór Hafsteinsson, 29.9.2007 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband