29.9.2007 | 21:50
AMEN!
Í gamalli skrýtlu segir að sérfræðingur sé maður, sem viti allt sem mögulega er hægt að vita um hreint ekki nokkurn skapaðan hlut. Þeir virðast semsé skilja að þorskurinn sé smár og horaður og viðkoman alls ekki í lagi. En þeim er alveg fyrirmunað að setja það í samhengi við of lítið æti og þaðan af síður af hverju að það er orðið svona lítið æti í hafinu.
Að missa þorskstofninn það hrikalegasta sem komið gæti fyrir þessa kynslóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver er þín lausn á vandamálinu? Ég var að lesa frett.is og þar er stór mynd af Guðna og hans tillögur til úrbóta reifaðar.
Nám á launum er ekkert nýtt á Íslandi, flest verkalýðsfélög bjóða upp á það. Fyrir utan staðreyndina að það er ekki ómögulegt að hefja nám á hvaða aldri sem er á Íslandi - fer frekar eftir skuldastöðu og afborgunargetu - sem hlýtur að teljast til einstaklingsgetu til að komast af.
Ég er ekki Sjálfstæðisflokksbundin. En ég er sjálfstæð og komst til mennta, ég hef flutt og aðlagað mig nýjum aðstæðum. Af hverju eiga skattarnir sem ég greiði af mínum launum að fara í það að borga fyrir fólk sem er óraunsætt. Dýrategundir deyja út daglega er mér sagt, af hverju eigum við að halda í bæjarfélag sem á sér ekki viðreisnar von.
Tilfinningar Hi eða Ha, við þykjumst vera betur til þess fallin að aðlagast nýjum aðstæðum en flest önnur dýr í lífríkinu. Látum þá reyna á það.
Kveðja, Krissilía
Krissilía (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 03:54
Krissilía - skattar eru tvístefnugata, ekki gleyma því. Landsbyggðarfólkið greiddi örugglega fyrir hluta af þinni menntun sem var þitt val. Hvers vegna ekki að leyfa landsbyggðarfólki að hafa sitt val líka?
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 30.9.2007 kl. 14:23
Krissilía, þú ert eitthvað að misskilja það sem ég segi. Ég er bara ekkert að tala um vandann sem blasir við í sjávarbyggðunum vegna niðurskurðarins á þorskkvótanum. Heldur eingönu að tala um orsökina. Semsagt að það er búið að ryksuga upp aðalfæðu þorsksins, loðnuna, og þar af leiðandi er hann og aðrir fiskar búnir að éta alla rækjuna, sandsílið og fleira. En svona einfalda hluti skilja ekki sprenglærðir sérfræðingar.
Þórir Kjartansson, 30.9.2007 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.