Eitraður matur.

Fór í Kuffélagið áðan til að kaupa eitthvað í kvöldmatinn. Skoðaði lambasaltket, saltað hrossaket, hrossabjúgu ofl. Allt átti þetta sammerkt að vera uppfullt af þráavarnarefnum, rotvarnarefnum, bindiefnum, auk þess sem það var vacumpakkað í svellþykkt plast svo að þaðan gæti maturinn nú drukkið í sig sem mest af eiturefnunum úr umbúðunum.  Skil ekki hversvegna þarf að vera með öll þessi aukaefni í matnum. Af hverju má bara ekki salta þetta almennilega eins og gert var. Nú er öll þessi matvara pökkuð í loftþéttar umbúðir og hefur uppgefið fárra daga geymsluþol og er líka geymd í kæli í versluninni. Það er sennilega vegna þess hvað manneldismafían hatast mikið útí saltaðan mat. Vill miklu frekar láta okkur éta allskonar eiturefni. Þegar ég var að alast upp í sveitinni í gamla daga var borðaður brimsaltur matur með miklu af saltpétri nánast á hverjum einasta degi allt árið um kring.  Sárafáir dóu úr krabbameini, enginn úr hjartasjúkdómum og magasár var örugglega ekki algengara en í dag. Ef saltið væri eins slæmt og nú er haldið hefði ég og þúsundir annarra, sem ólust upp á sveitaheimilum í kringum miðja síðustu öld ekki náð tíu ára aldri, hvað þá meira.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Kosturinn við þetta er að við verðum falleg lík. Líkin eru hætt að rotna í gröfunum núorðið

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 22.10.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Hjördís Ásta

Já getum við ekki bara farið að heimaslátra öllu  Hverju heimili er úthlutað nokkrum rollum og blejum og svo er þeim bara slátrað í matinn og hver sér um sitt

Hjördís Ásta, 24.10.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Hjördís Ásta

beeeljum átti þetta að vera, muuuuu

Hjördís Ásta, 24.10.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Fór í gær og keypti mér einn litra af Egils appelsín þessu eina sanna. ég var nýbúinn að lesa bloggið þitt og fór því að athuga innihaldið í flöskunni og það kom mér virkilega á óvart að í þessu gosi eru þrjár gerðir af E. þrávarnarefnum, eða rotvarnarefnum.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.10.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband