Getur verið óréttlátt.

Það er auðvitað af hinu góða að lögreglan fylgist með ljósabúnaði bíla og beiti sér í því að því sem áfátt er verði kippt í lag. Hitt finnst mér allt of langt gengið að sekta menn fyrir að vera á eineygðum bíl án undangenginnar aðvörunar. Það er aldrei hægt að segja til um hvenær peran brennur. Hún getur verið í lagi þegar lagt er af stað og tíu mínútum seinna ert þú stöðvaður með brunna peru og sektaður.  Allt of harkaleg framganga finnst mér.
mbl.is Of margir með ljósin í ólagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Þetta er mikið rétt hjá þér, peran getur farið hvenær sem er, en hins vegar nefna þeir í fréttinni að þeir sektuðu ef mörg ljós væru í ólagi :) þannig að þeir eru ekki alveg eins óréttlátir fyrir vikið,

"Lögreglan hefur stoppað tugi ökutækja það sem af er þessum mánuði og gert aðfinnslur við ökumenn eða lagt fram kæru ef mörg ljós hafa ekki verið lagi."

Vildi bara benda að þetta

ViceRoy, 30.10.2007 kl. 18:52

2 identicon

Ég held að þetta sé misskilningur þe ef of mörg ljós væru í ólagi... það er einfaldlega hámark á ljósum á hverju ökutæki á þjóðvegum að ég held!!!

einarvillti (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband