Vinstri og hægri öfgar.

Eftir að hafa stundað Moggabloggið í talsvert langan tíma og  þar með fengið, að ég held, dálítinn þverskurð af pólitískri hugsun þjóðarinnar er að renna upp fyrir mér nokkuð óvænt uppgötvun.   Í gamla daga, áður en að austurblokkin hrundi og þeir sem á það þjóðskipulag trúðu í blindni, misstu fótanna, var mest af því sem ég vil kalla öfgamenn í pólitík yst á vinstri kantinum.  Nú hefur þetta alveg snúist við.  Allavega hér á blogginu  finnst mér ég ekki  sjá neina  öfgamenn til vinstri á meðan töluvert margir bókstafstrúarmenn á hægri vængnum eru mjög áberandi.  Merkilegt nokk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband