16.11.2007 | 14:27
Markaðsfréttir
Það er eiginlega alveg sprenghlægilegt að fylgjast með þessum fréttatíma af hlutabréfamarkaðnum í hádegisfréttum Stöðvar tvö. Ef markaðurinn er á uppleið og úrvalsvísitalan sömuleiðis, dugir varla sá tími sem til umráða er til að útmála það allt og dásama af hinum tungulipra fréttamanni. Þegar aftur á móti allt er á niðurleið, eins og í dag er allur tíminn tekinn í að greina frá listaverkauppboðum og ýmsu öðru sem kemur málinu ekkert við og rétt í blálokin minnst örfáum orðum á niðursveifluna. Trúverðugur fréttaflutningur það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.