29.12.2007 | 10:39
Gæti gerst hér
Það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona gerist hér. Í dag virðist enginn maður með mönnum án þess að hafa hund á heimilinu.
Drengur lést þegar hundur réðist á hann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Helst mætti ætla að þú dragir þessa ályktun út frá fjölda hunda á Íslandi. Ef svo er þá eru líkurnar litlar á slíkt gerist. Hins vegar eru aðrir hlutir en fjöldi hunda sem segja meira til um áhættuna og það er ljóst að líkurnar á að hundur verði manneskju að bana á Íslandi eru mjög litlar þó aldrei sé hægt að útiloka slíkt.
Haraldur (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 11:49
Ég skil þig ekki Þórir, viltu þá að við lógum hundunum okkar?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2007 kl. 12:06
Ef við leikum okkur með tölur þá eru dauðsföll á ári af völdum hunda talin vera um 12-25 í Bandaríkjunum. Hundavinir miða við neðri töluna á meðan andstæðingar hunda flagga efri tölunni. Fjöldi hunda í Bandaríkjunum er áætlaður á milli 70-80 milljónir. Ef við tökum töluna 19 sem er mitt á milli talnanna 12 og 25 og miðum við 75 milljónir hunda þá þýðir það um eitt dauðsfall á ári á hverjar 4 milljónir hunda.
Ef við miðum við að hundar á Íslandi séu um 20 þúsund sem er skot út í loftið þá þýðir það að á Íslandi yrði 1 dauðsfall á hverjum 200 árum. Síðan er eftir að taka tillit til annara breytna eins og hundakyns og þjálfunar hunda en á Íslandi eru hættulegustu hundakynin bönnuð og almennt er fólk ekki að þjálfa þá sem varðhunda.
Hvað sem því líður þá er líkurnar á dauðsfalli af völdum hunds litlar þó aldrei sé hægt að útiloka slíkt. Hins vegar eru hundar gefandi skepnur og bráðnauðsynleg viðbót við mannlífið.
Haraldur (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 14:04
Ég er gamall sveitamaður og þegar ég flutti á mölina datt mér ekki til hugar að taka hundinn minn með mér, fyrst og fremst hans vegna. Ég leyfi mér að fullyrða að mikill meirihluti þessara heimilishunda lifa hvorki sér né eiganda sínum til ánægju.
Þórir Kjartansson, 29.12.2007 kl. 16:16
Á hverju byggir þú þessa þröngsýnu, barnalegu fullyrðingu þína?
Haraldur (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 18:30
Já OK Þórir þetta er sjónarmið útaf fyrir sig og ég virði þesa skoðun þína, enn þú virðist sjá fyrir þér að svo hræðilegur atburður sem þetta slys var "geti gerst hér" mjög fljótlega eins og það sé eitthvað sem við eigum að sjá við með því að lóga hundunum okkar, en hvað með manninn sem drepur nokkra menn hér á ári bæði með vopnum og bílum ?
Mér finnst votta fyrir biturð, klikkaði búskapurinn ?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.