Er Vilhjálmur Egilsson í vinnu hjá ríkinu?

Það var einkennilegt að heyra í Vilhjálmi Egilssyni fr.kv.stj. samtaka atvinnulífsins í útvarpsfréttum í dag.  Þar mælti hann gegn þeim hugmyndum ASÍ að lækka skatta á lægstu laun. Taldi það alltof kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð. Hvernig má  það vera að ríkissjóður gat þetta fyrir svona 10-15 árum, þegar lægstu launataxtar voru rétt um skattleysismörkin?  Mér heyrist að flestir telji stöðu ríkissjóðs það miklu betri núna að þetta ætti þó að vera auðveldara nú.  Er það kannski svo að Vilhjálmur Egilsson sé bara í sambandi við forstjóra stórfyrirtækjanna og viti ósköp lítið hvað er að gerast í litlu og meðalstóru fyrirtækjunum?  Fyrirtækjunum sem verða að fjármagna sig á okurvöxtunum innanlands. Fyrirtækjunum sem eru í framleiðsu og samkeppnisiðnaði og  hafa ekkert svigrúm til að velta kostnaðarhækkunum út í verðið á því sem þau eru að selja vegna ofursterkrar krónu. Fyrirtækjunum í ferðaþjónustunni, sem eru líka í sömu aðstöðu og eru að keppa án nokkurrar aðstoðar við allan umheiminn, þar sem laun eru bara brot af því sem hér er. Þetta staðfestir það sem mig hefur lengi grunað, að ASÍ menn skilja betur hvað er að gerast hjá atvinnurekstrinum almennt en forsvarsmenn vinnuveitenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sammála góður pistill hjá þér Þórir

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.1.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband