Hagkvæmni borgarlífsins

Var að velta því fyrir mér, síðast þegar ég var fastur í umferðaröngþveiti höfuðborgarinnar að gaman væri að einhver töluglöggur maður reiknaði út hvað borgarbúar eyddu mörgum klukkustundum á ári, bíðandi á rauðum ljósum, leitandi að bílastæðum eða fastir í umferðarhnútum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Þessi "biðtími" er stór samfélagslegur kostnaður. Ég gæti ímyndað mér að "tafir" vegna umferðarbiðraða séu u.þ.b. 40 mín. á dag fyrir hvern meðalökumann á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meira tilfinning, byggð á eigin reynslu, en nákvæm vísindaleg mæling. Af þessum töfum má gera ráð fyrir að a.m.k. dagleg eldsneytiseyðsla sé a.m.k. 3 l., sem gerir þá um 520 kr. aukakostnað á dag af hverri bifreið sem notuð er. Ef við verðleggjum tímann sem fólk þarf að sitja í bifreiðinn, fórnarkostnaðinn við að bíða, sem meðallaun, kr. 1.600 kr/klst., að þá er daglegur kostnaður vegna biða kr. 1.100. Biðtíminn gæti því lagt sig á kr. 1.620 pr. dag. M.v. 48 vinnuvikur að þá er árlegur kostnaður nálægt 400 þús. kr. á hvern vinnandi mann á Höfuðborgarsvæðinu sem notar eigin bifreið að og frá vinnu. Útlagður kostnaður er örugglega ekki undir kr. 125.000 á ári.

Hagbarður, 8.2.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk fyrir þetta innlegg, Hagbarður.

Þórir Kjartansson, 12.2.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: Hjördís Ásta

Merkilegt...hef aldrei velt þessu fyrir mér...maður ætti kannski að fara að biðja um kauphækkun vegna þessa

Hjördís Ásta, 12.2.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband